Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Refir drepast um allt land

Þriðj­ung­ur stofns­ins fall­inn frá 2008. Fyrstu bata­merk­in. Rann­sókn­art­eymi á Horn­strönd­um.

Refir drepast um allt land
Dauð tófa Þetta var ein af örfáum tófum í Fljótavík á Hornströndum. Hún fannst dauð í flæðarmáli óssins. Mynd: Gestur Pétursson. Mynd: Gestur Pétursson

Hrun hefur orðið í íslenska refastofninum frá árunum 2009 til 2013. Heimamenn í Fljótavík á Hornströndum segja að víkin hafi verið þéttsetin refum en nú séu flestir þeirra horfnir og grenin tóm. Vart varð við tófu þar í síðustu viku en hún fannst síðan dauð við ósinn.

Svipaða sögu er að segja annars staðar af Hornströndum þar sem refir hafa flosnað upp af óðulum sínum og margir þeirra drepist. Þessa dagana er rannsóknateymi vísindamanna á Hornströndum að rannsaka hvað hafi farið úrskeiðis. 

Árið 2008 var talið að um 14 þúsund refir væru í íslenska stofninum. 2010 var stofninn mældur með einungis 8 -9 þúsund dýr. Þessi þróun hélt áfram til ársins 2013 þegar svo virtist sem það hægði á þróuninni. Á síðasta ári varð þó vart við mikinn yrðlingadauða. Engin skýring er á þessu ástandi sem er um allt land.

Refir eru alfriðaðir á Hornströndum en annars staðar er stofninum haldið niðri af refaskyttum. Refir á Hornströndum hafa með tímanum orðið mjög gæfir og sumstaðar éta þeir úr lófa ferðamanna. Þetta á sérstaklega við um Hornvík og nágrenni. Göngufólk sem átti leið um Hesteyrarfjörð, Kjaransvík, Fljótavík og Aðalvík fyrir nokkrum dögum varð vart við örfáa refi sem flestir héldu sig fjarri. Að mati þeirra sem til þekkja hefur þarna orðið gjörbreyting og hrun í stofninum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Smitsjúkdómar

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár