„Ég hef ekkert með þessa kettlinga að gera. Ég lóga köttunum í kvöld ef eigandinn gefur sig ekki fram,” segir Helga Dóra Kristjánsdóttir, bóndi í Botni í Súgandafirði.
Tveir hálfstálpaðir kettir eru á sveimi í kringum býli hennar. Helga Dóra óttast að þeir komist í fjárhúsin. Þar með verði kettirnir alvarleg ógn við kindur hennar sem nú bíða þess að bera. Kettirnir beri hugsanlega með sér snýkjudýrið toxoplasma sem geti borist í kindurnar
Athugasemdir