Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Mislingar, kíghósti og hettusótt snúa aftur

Sótt­varna­lækn­ir kenn­ir dalandi þátt­töku í bólu­setn­ing­um um fjölg­un til­fella far­sótta hér á landi eft­ir heims­far­ald­ur COVID-19.

Mislingar, kíghósti og hettusótt snúa aftur
Mislingar Sóttvarnalæknir segir að dregið hafi úr MMR bólusetningum sem verja gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Mynd: Shutterstock

Rúmlega hundrað tilfelli kíghósta hafa greinst á Íslandi það sem af er ári, sjö tilfelli hettusóttar og tvö tilfelli mislinga. Sjúkdómarnir hurfu hérlendis á meðan COVID-19 faraldurinn reið yfir en hafa nú snúið aftur.

Í Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis sem kom út í dag, er varað við því að dregið hafi úr þátttöku í bólusetningum gegn þessum sjúkdómum á undanförnum árum. „Þessir sjúkdómar voru skæðir vágestir á Íslandi áður en almennar bólusetningar gegn þeim hófust en ekki hefur tekist að útrýma þeim úr heiminum,“ segir í fréttabréfinu. „Þeir greinast því reglulega erlendis og hérlendis hafa komið hópsýkingar eða hrinur á nokkurra ára fresti. Þátttaka í bólusetningum gegn þessum sjúkdómum hefur dalað víða í heiminum, ástand sem versnaði á meðan faraldurinn geisaði, og þá eykst hættan á dreifingu sjúkdómanna.“

Ónóg þátttaka í MMR bólusetningu

Tveir fullorðnir einstaklingar hafa greinst með mislinga það sem af er ári, annar í febrúar og hinn í apríl. Báðir höfðu smitast erlendis, en þetta var fyrsta smitið hér á landi síðan níu greindust í hópsmiti árið 2019.

Mislingar er bráðsmitandi og skæður veirusjúkdómur sem smitast með úðasmiti frá öndunarvegi. Sjúkdómurinn var skæður á 19. öld og fram eftir 20. öld en mjög dró úr nýgengi hans eftir að skipulagðar bólusetningar tveggja ára barna hófust 1976.

„Á árinu 2023 náðu mislingar mikilli útbreiðslu í Evrópu eftir hlé á tímum COVID-19 faraldursins“

Þátttaka Íslendinga í seinni skammti MMR bólusetningar dalaði á árunum 2021 til 2023 og fór undir 90 prósent. MMR bóluefni beinist gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. „Ljóst er að með ónógri þátttöku í bólusetningum er hætta á að mislingar breiðist hér út berist smit til landsins,“ segir í fréttabréfinu. „Á árinu 2023 náðu mislingar mikilli útbreiðslu í Evrópu eftir hlé á tímum COVID-19 faraldursins. Stórir faraldrar brutust út, m.a. í Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu og nágrannaríkjum og var tíðni hæst meðal ungra barna.“

Ný hrina kíghósta

Sömuleiðis greindist enginn með kíghósta á tímum COVID-19 heimsfaraldursins en hrinur koma gjarnan á þriggja til fimm ára fresti. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking, sérstaklega hjá börnum á fyrstu mánuðum ævinnar. Hins vegar greindust tveir fullorðnir einstaklingar með kíghósta í byrjun apríl og voru það fyrstu tilfellin síðan 2019. Síðan þá hafa rúmlega 100 manns á aldrinum 1 til 68 ára greinst hér á landi, 75 þeirra með PCR-prófi og 30 til viðbótar með klínískri greiningu.

Bólusetningar barnshafandi kvenna við kíghósta hófust hér á landi á árið 2019 til þess að vernda nýbura fyrir sjúkdómnum að erlendu fordæmi. „Bólusetning gegn kíghósta hófst á Íslandi árið 1927 og skiplagðar almennar bólusetningar árið 1959,“ segir í fréttabréfinu. „Eftir það dró umtalsvert úr fjölda tilfella og sjúkdómurinn nánast hvarf til ársins 2012 þegar kíghósti tók að greinast aftur í meira mæli hér á landi. Kíghósti er landlægur víða í heiminum og eftir litla dreifingu á meðan heimsfaraldur COVID-19 stóð yfir hefur tilfellum í Evrópu fjölgað á ný.

Hettsótt með alvarlega fylgikvilla

Sjö einstaklingar á aldrinum 14 til 42 ára greindust hér á landi með hettusótt í febrúar og mars á þessu ári. Síðast greindist eitt stakt tilfelli árið 2020

„Hettusótt er smitandi veirusýking sem er yfirleitt hættulaus en getur valdið alvarlegum fylgikvillum“
HettusóttHettusótt getur valdið bólgum í andliti.

Hettusótt var nánast horfin í lok 20. aldar eftir að MMR bólusetning hafði náð útbreiðslu. Nokkrar hópsýkingar komu upp á þessari öld en engin tilfelli greindust árin 2021 til 2023. „Hettusótt er smitandi veirusýking sem er yfirleitt hættulaus en getur valdið alvarlegum fylgikvillum, sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum, á borð við heilabólgu, heyrnarskerðingu, bólgu í brjóstum, briskirtli, eggjastokkum eða eistum. Bólgur í síðastnefndu líffærunum geta valdið ófrjósemi.“

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín R. Magnúsdóttir skrifaði
    Ég fékk mislinga 3ja ára gömul og man því lítið hvernig mér leið. En ég fékk líka hlaupabólu 11-12 ára og man vel eftir henni. Klæjaði hræðilega mikið og mamma var á hlaupum að gæta þess að ég næði ekki í hárburstann hennar, en hann var með göddum og tilvalinn til að klóra sér með. Hvernig sem hún faldi hann, fann ég hann alltaf að lokum. Kíghósta fékk ég líka og var ekki hugað líf, hóstaði og kúgaðist á milli þess, sem ég var að kafna. Mér leið alveg hræðilega. Hlaupabólan er lunskur skratti og felur sig niður við mænuna og gýs svo upp einhvern tímann seinna og kallast þá Ristill. Og það er ekki gott að fá þann skratta. Fyrsta árið fylgdu sárir verkir eins og hníf væri stungið í hálsinn, þar sem ég fékk hann og í 8 ár á eftir, var ég með óhemju kláða á öllu ristilsvæðinu. Í guðanna bænum látið sprauta börnin ykkar við þessum alvarlegu sjúkdómum, svo og hettusótt.
    5
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Nú á að byrja á hræðsluáróðri til að fá alla í bólusetningu ;) Ég fékk mislinga og allir í kring um mig. það dó enginn.. þó tveir hafi fengið mislinga á undanförnum 2 árum og 2 kíghósta þá er það varla stórfrétt.
    -13
    • HJ
      Helga Jónsdóttir skrifaði
      Þú hefðir átt að heyra lýsingar móður minnar á því þegar þriggja mánaða gömul systir mín blánaði í verstu kíghóstaköstunum og hún hélt að hún mundi deyja. Sjálf man ég að bróðir minn, þá ungur maður, varð mjög þungt haldinn af hettusótt. Að sleppa bólusetningum er glæpsamlegt skeytingarleysi um heilsu okkar nánustu og annarra. Þó að þú og þín fjölskylda hafi ekki dáið úr mislingum er ég viss um að sum ykkar hefðu alveg viljað sleppa við þá reynslu.
      16
    • GDE
      Guðrún Dagný Einarsdóttir skrifaði
      Ég fékk líka mislinga. Ég lifði það af og fékk ekki varanlegan skaða af þeim, en hef aldrei verið jafn hundveik og þá. Það þurfti að vaka yfir mér í nokkra sólarhringa og ég vissi ekki af mér í langan tíma á eftir. Ég veit það ekki fyrir víst, en mig grunar sterklega að þrálátir höfuðverkir sem hrjáðu mig í áratugi hafi að einhverju leyti verið aukaverkun vegna mislinganna. Þó að flestir sleppi sem betur fer nokkuð vel frá þessum sjúkdómum er samt ekki ástæða til að líta svo á að þeir séu ekki hættulegir.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Smitsjúkdómar

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár