Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Birtu segir að mögulega hefði verið betra fyrir hluthafa Vátryggingafélags Íslands (VÍS)  að bíða með að kaupa fjárfestingarbankann Fossa í fyrra og fá fyrirtækið á lægra verði. Þetta segir framkvæmdastjórinn, Ólafur Sigurðsson, aðspurður um hvort rétt hafi verið af Birtu, sem er hluthafi í VÍS, að greiða atkvæði með kaupum tryggingafélagsins á Fossum í fyrra í ljósi slæmrar stöðu Fossa í nýjasta ársreikningi fjárfestingarbankans. Eftir sameininguna tók sameinað félag upp nafnið Skagi. 

550 milljóna króna tap og tekjustöðnun

Aðspurður hvort VÍS hafi verið að skera Fossa úr snörunni í viðskiptunum í ljósi þess að fjárfestingarbankinn tapaði 550 milljónum króna í fyrra, tekjur stóðu í stað og félagið átti einungis 112 milljónir króna í lausu fé í fyrra miðað við 762 milljónir árið 2022 segir Ólafur. „Það var hækkandi vaxtastig og ýmislegt slæmt í umhverfinu. [...] VÍS hefði vissulega getað beðið og fengið þetta þá á lægra verði eða gert eitthvað annað. Það er þarna fimm manna stjórn og hún kynnir þessi áform og við höfum ekki haft sterkar skoðanir á því þegar fyrirtæki sem við eigum vilja sameinast.

Talsvert hefur verið fjallað um þessi viðskipti í fjölmiðlum, meðal annars þar sem viðskiptavild var svo stór hluti af viðskiptunum.  VÍS borgaði 2,7 milljarða yfirverð fyrir Fossa vegna viðskiptavildar og vörumerkis bankans. Verðið var 4,7 milljarðar króna.

Þrír lífeyrissjóðir lögðust gegn því að VÍS keypti bankann á þessu verði, meðal annars lífeyrissjóðurinn Gildi. Núverandi framkvæmdastjóri Gildis, Davíð Rúdólfsson, sagði við Heimildina. „Við erum ennþá að spyrja félagið spurninga um málið af því við höfum verulegar efasemdir um að þetta sé ásættanlegt verð sem verið er að greiða fyrir hlutinn.

„Það er bara búið að ganga frá þessu og það verður að gefa þeim eitt, tvö, þrjú ár í viðbót til að sýna fram á að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim.“
Ólafur Siguðsson,
framkvæmdastjóri Birtu

Telur of snemmt að dæma viðskiptin

Þegar Heimildin ræddi við Ólaf Sigurðsson um viðskiptin í fyrra sagði hann meðal annars að viðskiptin væru ekki það stór fyrir Birtu og að sjóðurinn leggist ekki gegn slíkum viðskiptum ef stjórn félags sem sjóðurinn er hluthafi í vill ráðast í þau. 

Orðrétt sagði Ólafur í júní í fyrra:  „Birta greiddi atkvæði með þeim tillögum sem lagðar voru fram í gær [miðvikudaginn 14. júní]. Samkvæmt eigendastefnu Birtu fellur eignarhlutur sjóðsins í VÍS ekki undir meiriháttar hagsmunagæslu eins og hún er skilgreind í 4. mgr. 1. gr. gildandi eigendastefnu. Hluturinn er um 0,2% af eignum Birtu og 3,7% af hlutafé VÍS. Þegar hagsmunir Birtu teljast vera minniháttar, tekur afstaða okkar mið af því að sjóðurinn getur auðveldlega komið sér út úr aðstæðum telji stjórn og starfsfólk það þjóna hagsmunum Birtu best. Við ákvörðun á fundinum var einnig horft til þess að Birta hefur áður samþykkt sambærilega breytingu á tilgangi tryggingafélags á markaði þegar breytingar voru gerðar á tilgangi og starfsemi TM í byrjun árs 2020.

Ólafur segir í dag að líklega sé of snemmt að dæma til um gæði viðskiptanna en að sannarlega hefði verið mögulega hægt að semja betur við Fossa. „Miðað við ársreikninginn þá hefði kannski verið hægt að semja betur við þá. Það er bara búið að ganga frá þessu og það verður að gefa þeim eitt, tvö, þrjú ár í viðbót til að sýna fram á að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun hjá þeim. Mér finnst of snemmt að dæma um það núna. Það er best að láta tímann leiða þetta í ljós en hver stjórn verður að bera ábyrg fyrir sínum fjárfestingum.

Hann vísar einnig til þess í svari sínu að nýlega skrifaði greiningarfyrirtækið Jakobson Capital með jákvæðum hætti um sameiningu VÍS og Fossa og undirstrikar með þessari tilvísun það mat að gefa þurfi sameiningunni tíma. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Alltaf er það eigandi peningana í lífeyrissjóðnum sem tapar ?
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    2 ,7 milljarðar fyrir velvild og vörumerki og svo breyta þeir nafninu? You can't make this shit up.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
FréttirSameining VÍS og Fossa

Sölu­verð Fossa fjór­falt hærra en það ætti að vera mið­að við mat fé­lags­ins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu