Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður og ráðherra VG, segir í samtali við Heimildina aðspurður um hvernig hann skýri fylgistap flokksins að það geti reynst erfitt að vera í ríkisstjórn. Hann telur að staðan sem komin er upp núna í tilfelli VG sé að flokknum sé hegnt fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Steingrímur spyr almennra spurninga um það hvort það sé eðlilegt að stjórnmálaflokkum sé hegnt fyrir að axla ábyrgð. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af og er umhugsunarefni fyrir lýðræðið er að ef þetta er að verða reglan: Að mönnum sé hegnt fyrir það að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum eftir að hafa verið kosnir til að stjórna.“
Hann segir aftur á móti aðra hlið á peningnum sem sjaldnar er rædd. „Á maður þá bara að sleppa því? Er þá aðferðin sú að axla aldrei ábyrgð, fara aldrei í ríkisstjórn, taka aldrei að sér nein erfið …
Því miður geta kjósendur ekki kosið ríkisstjórn. En ef svo væri þá mundu fáir kjósa samankrull Sjálfstæðisflokks og VG auk framsóknar.
Helsta afrek Steingríms á þingi var að koma Vaðlaheiðargöngum fremst í röðina. Göngin áttu að vera einkaframkvæmd að hálfu á móti ríkinu en einkaaðilarnir hlupust undan merkjum og hafa lítið sem ekkert greitt. Svo aftur sé minnst á ábyrgð; hvaða ábyrgð hefur Steingrímur axlað af þessum gerningi? Það er ekki nóg að taka að sér að axla ábyrgð fyrir ofurlaun.