Trjákurlið sem Running Tide ætlaði losa í hafið við Ísland og selja sem kolefnisjöfnun, mun enda á því verða brennt í málmblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga.
Umdeildar aðgerðir Running Tide í hafinu fyrir sunnan land og gagnrýni vísindamanna á fyrirtækið og stjórnvöld hér á landi voru til umfjöllunar í Heimildinni í síðustu viku. Fyrirtækið seldi kolefnisbindingar án vottunar eða staðfestingar á því að það hafi yfirleitt tekist. Neðst í þessari frétt eru helstu atriði úr þeirri sögu rakin.
Hættir - farnir
Á þriðja þúsund rúmmetra af trjákurli, hundruð tonna af kalksteinsdufti, gámar og risavaxin færanleg steypustöð eru meðal þess sem stendur nú ónotað og óhreyft á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga.
Allt eru þetta eftirstöðvar af starfsemi sem átti að bjarga heiminum. „Drepa Godzilla“ eins og stofnandi fyrirtækisins Running Tide lýsti því fyrir fullu húsi af Akurnesingum þegar hann kynnti áform sín þar fyrir tveimur árum. …
Athugasemdir (2)