Ein eftirminnilegasta úrsögn úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði var þegar Drífa Snædal sagði sig úr hreyfingunni árið 2017 en þá voru ríkisstjórnarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn í fullum gangi. Hún er í dag talskona Stígamóta en var á sínum tíma framkvæmdastjóri VG og varaþingmaður , en hún hafði þarna verið í flokknum frá upphafi, í 18 ár.
Drífa sagðist vera bæði döpur og reið yfir því að flokkurinn hafi farið í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn; „Við munum ekki breyta Sjálfstæðisflokknum. Innviðir hans eru spilltir og fullir kvenfyrirlitningar og að halda að við breytum honum er meðvirkni í hæsta máta.“
Og enn fremur: „Við og við vellur gröfturinn upp í formi frændhygli, innherjaviðskipta, skattaskjóla, auðvaldsdekurs, útlendingaandúðar eða skjaldborgar um ofbeldismenn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja samstarfsflokkinn og mörkin munu sífellt færast til í samstarfinu líkt og í ofbeldissambandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjörtímabil, ef …
Hann snéri þá blaðinu við, ákvað að gera út á þá verst settu, og stofnaði Sósíalistaflokkinn.
Þetta sjá flestir í gegnum. Sósíalistaflokkurinn hefur engan trúverðugleika og það er eflaust ástæðan fyrir því að hann er ekki nefndur í viðtalinu.