Harðar innanflokksdeilur í Sjálfstæðisflokknum í Árborg leiddu til þess að Fjóla Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg, sagði sig úr bæjarstjórnarflokknum og verður óháður fulltrúi í kjölfarið.
Inn í þessar deilur fléttast með óbeinum hætti stöndugir og umsvifamiklir fjárfestar á Selfossi, en þar hefur átt sér stað mikil fasteignauppbygging á liðnum árum, meðal annars í tengslum við það að nýr miðbær var opnaður og mikið magn nýrra íbúða hefur verið byggt. Tvö af þessum fyrirtækjum eru Sigtún, sem á nýja miðbæinn og Leó Árnason fer fyrir, og fyrirtæki eiginmanns Fjólu, verktakans Snorra Sigurðssonar, sem bæði eru umsvifamikil í Árborg.
Fjóla og Bragi Bjarnason, sem verið hefur formaður bæjarráðs, gerðu samkomulag um það í upphafi kjörtímabilsins 2022 að hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili, en þegar til kastanna kom vildi Fjóla ekki gefa bæjarstjórastarfið eftir til …
Athugasemdir