Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.

Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
Ætlaði að greiða fyrir kosningabaráttu Miðflokksins Leó Árnason, fjárfestir og forsvarsmaður Sigtíuns þróunarfélags á Selfossi, gerði bæjarfulltrúa Miðflokksins tilboð á fundi í nóvember árið 2020 og varpaði því upp á skjá á vegg. Tilboðið gekk út á að sveitarfélagið Árborg myndi falla frá því að kaupa Landsbankahúsið í bænum svo Sigtún gæti keypt það. Tómas fékk leyfi til að taka mynd af tilboðinu og Leó. Mynd: Tómas Ellert Tómasson / Heimildin

Leó Árnason, fjárfestir og eigandi fasteignafélagsins Sigtúns, bauð þáverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins í Árborg fjárhagslegan stuðning í skiptum fyrir pólitíska fyrirgreiðslu árið 2020. Skilyrðið fyrir stuðningnum var að Miðflokkurinn ynni að því að Árborg félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Tilboðið var sett fram í nóvember árið 2020 eftir að Landsbankinn hafði auglýst húsið til sölu og að ljóst var að sveitarfélagið átti hæsta tilboðið. Sigtún bauð líka í Landsbankahúsið og átti næsthæsta tilboðið. Þetta segir bæjarfulltrúinn fyrrverandi, Tómas Ellert Tómasson, í viðtali við Heimildina.

„Leó bað mig að hitta sig á fundi. Í upphafi fundarins kom fram að erindið var Landsbankahúsið. Það kemur í ljós að hann var að gera mér tilboð ef ég myndi vinna að því að sveitarfélagið myndi falla frá kaupunum. Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ …

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Nú er sem sagt komin opinber umfjöllun um þetta mál. Ætlar lögreglan eða embætti héraðssaksóknara að bregðast við?
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Einmitt. Þannig gerast kaupin á Eyrinni. Þetta eru mútur og ber að fara með sem slíkt.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Tómas boðaður í skýrslutöku vegna tilboðs Leós
FréttirSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Tóm­as boð­að­ur í skýrslu­töku vegna til­boðs Leós

Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi í Ár­borg, hef­ur ver­ið boð­að­ur í skýrslu­töku hjá embætti hér­aðssak­sókn­ara vegna frétta af til­boði sem hann fékk sem kjör­inn full­trúi. Til­boð­ið kom frá Leó Árna­syni fjár­festi og for­svars­manni Sig­túns þró­un­ar­fé­lags. Tóm­as seg­ir að er­indi skýrslu­tök­unn­ar sé að ræða um „mögu­legt mútu­brot“.
Svona eignast útgerðarmaður bæ
ÚttektSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Svona eign­ast út­gerð­ar­mað­ur bæ

Nýr mið­bær hef­ur ris­ið á Sel­fossi á síð­ustu ár­um og stend­ur til að stækka hann enn frek­ar. Á bak við fram­kvæmd­irn­ar eru Leó Árna­son at­hafna­mað­ur og Kristján Vil­helms­son, stofn­andi Sam­herja. Um­svif þeirra á Sel­fossi eru mun meiri og snúa með­al ann­ars að áform­um um bygg­ingu 650 íbúða í bæn­um. Bæj­ar­full­trúi minni­hlut­ans, Arna Ír Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir erfitt fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að etja kappi við fjár­sterka að­ila og lýð­ræð­is­hall­inn sé mik­ill.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár