Kosningamyndband forsetans vekur undrun og umtal

Halla Tóm­as­dótt­ir vann for­seta­kosn­ing­arn­ar með mikl­um stuðn­ingi ungs fólks, sem hef­ur með­al ann­ars ver­ið tengd­ur TikT­ok-her­ferð. Í um­deildu kosn­inga­mynd­bandi frá Höllu á miðl­in­um sést ung­ur pilt­ur í jakka­föt­um van­virða stúlku.

Kosningamyndband forsetans vekur undrun og umtal
Halla Tómasdóttir Var kjörin forseti Íslands um helgina með 73 þúsund atkvæðum, eða 34,1% allra atkvæða. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, er talin hafa undirbyggt óvæntan sigur sinn í forsetakosningunum um helgina með vel heppnaðri TikTok-herferð. Eitt myndbandanna, sem birt var um helgina, hefur verið gagnrýnt harðlega á grundvelli þess gildismats sem það birtir, en Halla kvaðst með forsetaframboði sínu vilja hafa jákvæð áhrif á gildismat þjóðarinnar.

Í einu myndbandanna, sem uppskar 50 þúsund áhorf, sjást tveir ungir jakkafataklæddir menn koma á kjörstað á bifreið að gerðinni Landrover Discovery sport, kasta lyklunum til ungrar konu og hrinda síðan annarri. Myndbandið er hvatning til ungs fólks um að kjósa undir yfirtextanum: „Framtíðin er okkar“.

KosningamyndbandMyndband sem birtist um helgina á aðgangi Höllu Tómasdóttur á TikTok hefur vakið undrun reynslubolta í stjórnmálaumræðu.

Einn þeirra sem gagnrýnir myndbandið er Egill Helgason fjölmiðlamaður, sem um árabil stýrði umræðuþættinum Silfrinu. „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda,“ segir hann í sérstakri Facebook-færslu um myndbandið. 

Sagt ótrúlegt og verulega óþægilegt

Fyrr í dag fjallaði rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl um myndbandið og sigur Höllu. Undir færslu hans um efnið lýsa fleiri óhug yfir myndbandinu. Þeirra á meðal er Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem hafði lýst stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur fyrir forsetakosningarnar. „Tik-tokið er ótrúlegt!“ segir Össur og bætir við: „Verulega óþægilegt.“

Samflokksmaður Össurar, sem var þingmaður Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili, rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, lýsir sömuleiðis undrun. „Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig hann hrindir konunni sem þeim mæta, bara si svona.“

„Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig hann hrindir konunni sem þeim mæta, bara si svona“

Aðrir hafa bent á að myndbandið sé í raun í þeim stíl sem tíðkast á TikTok. Almennt birtist ákveðinn léttleiki í þeim myndböndum sem Halla birti í aðdraganda kosninga. Sjálf hefur hún talað um að gleði og hugrekki hafi einkennt framboðið og það hafi skilað sér. 

Náði unga fólkinu með sér 

Samkvæmt könnun Maskínu sem birt var daginn eftir kjördag skar Halla sig úr í stuðningi ungs fólks. Halla mældist með 36,7% stuðning hjá fólki á aldrinum 18 til 29 ára, en Katrín Jakobsdóttir komst næst með aðeins 15,3% stuðning hjá sama aldurshópi. 

Út frá tekjuhópum mældist Halla hins vegar með mestan stuðning meðal þeirra sem höfðu hæstar tekjur, en þar komst Katrín nærri.

Þegar horft var til stuðnings til stjórnmálaflokka naut Halla mests stuðnings þeirra sem eru hægra megin í stjórnmálum, stuðningsfólks Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og svo Framsóknarflokks.

Lýsti áhyggjum af neikvæðri orðræðu 

Í kosningabaráttunni lýsti Halla áhyggjum af því að orðræðan í samfélaginu bendi til þess að fólki líði illa. „Ég hef sérstaklega áhyggjur að ef unga fólkinu okkar líður ekki vel þá held ég að engu okkar geti liðið vel,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Heimildina. 

Sem forseti geti hún haft jákvæð áhrif þar á. „Ég vil að andleg og samfélagsleg heilsa þjóðarinnar sé góð og ég vona að ég eigi eftir að geta lagt mitt af mörkum, með mörgum öðrum, á hönd á plóg svo að svo verði,“ sagði hún til að mynda í viðtali við Vísi í gær. Ungt fólk væri sérstaklega orðið þreytt á skautun í samfélaginu.  

Sigraði með yfirburðum

Halla Tómasdóttir var kjörin forseti með yfirburðum um helgina, þrátt fyrir að Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði verið spáð sigri fram á síðustu stundu. Hún tekur formlega við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni í ágúst.

Kjósa
66
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Frekja og hroki.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hér má sjá hvernig útgerðin reyndi að koma Davíð Oddssyni á Bessastaði 2016

    https://www.rikisend.is/skyrslur/nanar?id=287

    Fróðlegt verður að sjá uppgjör Katrínar Jakobsdóttur 2024
    2
  • ÁÁÞ
    Ágúst Á. Þórhallsson skrifaði
    Mjög ósmekklegt, hrokafullt og kvenfyrilitlegt myndband. 🫣
    8
  • Guðný Bjarnadóttir skrifaði
    Skelfileg viðhorf koma þarna fram, hroki dýrkun á þeim sem eiga flottan bíl, kvenfyrirlitning. Halla heppin að þetta komst ekki í hámæli fyrir kosningar. Ætlar hún að svara fyrir þetta? Mér líður illa að sjá þetta.
    8
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Ógeðslegt hvernig hann lemur í konuna. Halla Tómasdóttir, sem sendir svona myndband frá sér er ekki forseti minn!
    6
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Viðskiptaráðið sigraði hægri ríkisstjórn!
    3
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hægri öflin sigruðu þrátt fyrir óvinsælustu stjórn og óvinsælasta forsætisráðherra hægri manna á Íslandi. Hvernig stendur á þessu? Eru íslendingar svona ruglaðir? Það hlýtur að vera. Er einhver sem getur skýrt út þessi undarlegheit?
    6
  • Kári Jónsson skrifaði
    NKL þetta er veruleikinn í samfélaginu okkar, við höfum flest HUNSAÐ þetta, myndbandið afhjúpaði þennan ógeðfellda veruleika. Tek fram að ég kaus annan frambjóðanda.
    7
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Þetta myndband vekur óhug og sýnir þá hugmynd útrásarvíkinganna um og eftir 2000 "hér kem ég og allir skulu víkja". Þessi hugmynd endaði í hruninu 2008 og 2009. Halla ætti að biðja allt landsfólk afsökunar á þessu skammarlega myndbandi.
    19
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Er þetta hluti af nýu útfærsluni á kapitalisma sem háttvirtur forseti talaði um
    9
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Minnir óþægilega á þátt úr Útrás.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
1
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
10
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
3
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
5
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár