Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kosningamyndband forsetans vekur undrun og umtal

Halla Tóm­as­dótt­ir vann for­seta­kosn­ing­arn­ar með mikl­um stuðn­ingi ungs fólks, sem hef­ur með­al ann­ars ver­ið tengd­ur TikT­ok-her­ferð. Í um­deildu kosn­inga­mynd­bandi frá Höllu á miðl­in­um sést ung­ur pilt­ur í jakka­föt­um van­virða stúlku.

Kosningamyndband forsetans vekur undrun og umtal
Halla Tómasdóttir Var kjörin forseti Íslands um helgina með 73 þúsund atkvæðum, eða 34,1% allra atkvæða. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, er talin hafa undirbyggt óvæntan sigur sinn í forsetakosningunum um helgina með vel heppnaðri TikTok-herferð. Eitt myndbandanna, sem birt var um helgina, hefur verið gagnrýnt harðlega á grundvelli þess gildismats sem það birtir, en Halla kvaðst með forsetaframboði sínu vilja hafa jákvæð áhrif á gildismat þjóðarinnar.

Í einu myndbandanna, sem uppskar 50 þúsund áhorf, sjást tveir ungir jakkafataklæddir menn koma á kjörstað á bifreið að gerðinni Landrover Discovery sport, kasta lyklunum til ungrar konu og hrinda síðan annarri. Myndbandið er hvatning til ungs fólks um að kjósa undir yfirtextanum: „Framtíðin er okkar“.

KosningamyndbandMyndband sem birtist um helgina á aðgangi Höllu Tómasdóttur á TikTok hefur vakið undrun reynslubolta í stjórnmálaumræðu.

Einn þeirra sem gagnrýnir myndbandið er Egill Helgason fjölmiðlamaður, sem um árabil stýrði umræðuþættinum Silfrinu. „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda,“ segir hann í sérstakri Facebook-færslu um myndbandið. 

Sagt ótrúlegt og verulega óþægilegt

Fyrr í dag fjallaði rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl um myndbandið og sigur Höllu. Undir færslu hans um efnið lýsa fleiri óhug yfir myndbandinu. Þeirra á meðal er Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem hafði lýst stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur fyrir forsetakosningarnar. „Tik-tokið er ótrúlegt!“ segir Össur og bætir við: „Verulega óþægilegt.“

Samflokksmaður Össurar, sem var þingmaður Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili, rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson, lýsir sömuleiðis undrun. „Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig hann hrindir konunni sem þeim mæta, bara si svona.“

„Ég get ekki hætt að hugsa um það hvernig hann hrindir konunni sem þeim mæta, bara si svona“

Aðrir hafa bent á að myndbandið sé í raun í þeim stíl sem tíðkast á TikTok. Almennt birtist ákveðinn léttleiki í þeim myndböndum sem Halla birti í aðdraganda kosninga. Sjálf hefur hún talað um að gleði og hugrekki hafi einkennt framboðið og það hafi skilað sér. 

Náði unga fólkinu með sér 

Samkvæmt könnun Maskínu sem birt var daginn eftir kjördag skar Halla sig úr í stuðningi ungs fólks. Halla mældist með 36,7% stuðning hjá fólki á aldrinum 18 til 29 ára, en Katrín Jakobsdóttir komst næst með aðeins 15,3% stuðning hjá sama aldurshópi. 

Út frá tekjuhópum mældist Halla hins vegar með mestan stuðning meðal þeirra sem höfðu hæstar tekjur, en þar komst Katrín nærri.

Þegar horft var til stuðnings til stjórnmálaflokka naut Halla mests stuðnings þeirra sem eru hægra megin í stjórnmálum, stuðningsfólks Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og svo Framsóknarflokks.

Lýsti áhyggjum af neikvæðri orðræðu 

Í kosningabaráttunni lýsti Halla áhyggjum af því að orðræðan í samfélaginu bendi til þess að fólki líði illa. „Ég hef sérstaklega áhyggjur að ef unga fólkinu okkar líður ekki vel þá held ég að engu okkar geti liðið vel,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Heimildina. 

Sem forseti geti hún haft jákvæð áhrif þar á. „Ég vil að andleg og samfélagsleg heilsa þjóðarinnar sé góð og ég vona að ég eigi eftir að geta lagt mitt af mörkum, með mörgum öðrum, á hönd á plóg svo að svo verði,“ sagði hún til að mynda í viðtali við Vísi í gær. Ungt fólk væri sérstaklega orðið þreytt á skautun í samfélaginu.  

Sigraði með yfirburðum

Halla Tómasdóttir var kjörin forseti með yfirburðum um helgina, þrátt fyrir að Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði verið spáð sigri fram á síðustu stundu. Hún tekur formlega við embættinu af Guðna Th. Jóhannessyni í ágúst.

Kjósa
72
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Frekja og hroki.
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Hér má sjá hvernig útgerðin reyndi að koma Davíð Oddssyni á Bessastaði 2016

    https://www.rikisend.is/skyrslur/nanar?id=287

    Fróðlegt verður að sjá uppgjör Katrínar Jakobsdóttur 2024
    2
  • ÁÁÞ
    Ágúst Á. Þórhallsson skrifaði
    Mjög ósmekklegt, hrokafullt og kvenfyrilitlegt myndband. 🫣
    8
  • Guðný Bjarnadóttir skrifaði
    Skelfileg viðhorf koma þarna fram, hroki dýrkun á þeim sem eiga flottan bíl, kvenfyrirlitning. Halla heppin að þetta komst ekki í hámæli fyrir kosningar. Ætlar hún að svara fyrir þetta? Mér líður illa að sjá þetta.
    9
  • MRG
    Margrét Rún Guðmundsdóttir-Kraus skrifaði
    Ógeðslegt hvernig hann lemur í konuna. Halla Tómasdóttir, sem sendir svona myndband frá sér er ekki forseti minn!
    7
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Viðskiptaráðið sigraði hægri ríkisstjórn!
    3
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Hægri öflin sigruðu þrátt fyrir óvinsælustu stjórn og óvinsælasta forsætisráðherra hægri manna á Íslandi. Hvernig stendur á þessu? Eru íslendingar svona ruglaðir? Það hlýtur að vera. Er einhver sem getur skýrt út þessi undarlegheit?
    6
  • Kári Jónsson skrifaði
    NKL þetta er veruleikinn í samfélaginu okkar, við höfum flest HUNSAÐ þetta, myndbandið afhjúpaði þennan ógeðfellda veruleika. Tek fram að ég kaus annan frambjóðanda.
    7
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Þetta myndband vekur óhug og sýnir þá hugmynd útrásarvíkinganna um og eftir 2000 "hér kem ég og allir skulu víkja". Þessi hugmynd endaði í hruninu 2008 og 2009. Halla ætti að biðja allt landsfólk afsökunar á þessu skammarlega myndbandi.
    19
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Er þetta hluti af nýu útfærsluni á kapitalisma sem háttvirtur forseti talaði um
    10
  • VEK
    Védís Elsa Kristjánsdóttir skrifaði
    Minnir óþægilega á þátt úr Útrás.
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
5
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár