Sex forsetaframbjóðendur mættu í kappræður sem Heimildin stóð að í gær. Fyrir fullum sal í Tjarnarbíói mættu Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til þess að ræða stefnumál sín og svara erfiðum spurningum um ýmis málefni.
Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 6,3 til 24,3 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.
Umræðurnar voru afar líflegar og ýmislegt kom fram í ræðum frambjóðendanna sem hingað til hefur ekki komið fram. En hver fannst þér standa sig best kappræðunum?
Ef þú misstir af kappræðunum í gær má nálgast útsendingu af þeim hér.
Hún var skýrmælt og svaraði fallega og hreint út Halla Hrund er minn forseti.
kurtes og hlý, svo er hún hàmenntuð og eldklár💪 Halla Hrund yrði fràbær forseti 🇮🇸
Með þessa reynslu verður aldur henni ekki fjötur um fót. Hún er jafn gömul John F Kennedy þegar hann var kosinn forseti Bandaríkjanna.