Hver fannst þér standa sig best í forsetakappræðunum í gær?

For­se­takapp­ræð­ur Heim­ild­ar­inn­ar fóru fram í gær í Tjarn­ar­bíói. Þar mætt­ust Arn­ar Þór Jóns­son, Bald­ur Þór­halls­son, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Jón Gn­arr og Katrín Jak­obs­dótt­ir. Far­ið var yf­ir víð­an völl og um­ræð­urn­ar voru af­ar líf­leg­ar.

Hver fannst þér standa sig best í forsetakappræðunum í gær?
Forsetakappræður Heimildarinnar fóru fram fyrir fullum sal í Tjarnarbíó í gær. Mynd: Golli

Sex forsetaframbjóðendur mættu í kappræður sem Heimildin stóð að í gær. Fyrir fullum sal í Tjarnarbíói mættu Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til þess að ræða stefnumál sín og svara erfiðum spurningum um ýmis málefni.  

Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 6,3 til 24,3 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.

Umræðurnar voru afar líflegar og ýmislegt kom fram í ræðum frambjóðendanna sem hingað til hefur ekki komið fram. En hver fannst þér standa sig best kappræðunum?

Ef þú misstir af kappræðunum í gær má nálgast útsendingu af þeim hér. 

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjan Jons skrifaði
    Halla Hrund er komin aftur yfir 30% í spánnýrri könnun Mannlífs. Gallup var að plata.
    0
  • Lilja Steingrímsdóttir skrifaði
    Halla Hrund Logadóttir massaði þetta eins og hennar er von og vísa.
    Hún var skýrmælt og svaraði fallega og hreint út Halla Hrund er minn forseti.
    -2
  • Anna Sigurðardóttir skrifaði
    Læti í áhorfendum voru mjög truflandi og alltof hávær.
    1
  • Ingibjörg Hinriksdóttir skrifaði
    Fyrir mér er það engin spurning að Halla Tómasdóttir stóð sig best í gær. Alltaf málefnaleg og með yfirburða þekkingu á hinum ólíkustu málefnum. Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði.
    -1
  • Halla Hrund kemur alltaf vel fyrir, er bæði
    kurtes og hlý, svo er hún hàmenntuð og eldklár💪 Halla Hrund yrði fràbær forseti 🇮🇸
    10
  • Ásmundur Ásmundsson skrifaði
    Ég hafði fyrirfram ákveðið að kjósa ekki Katrínu og var því í leit að vænlegum næsta forseta. Líklega kýs ég Höllu Hrund.
    13
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Halla Hrund hefur gífurlega reynslu eimitt í þeim málaflokkum sem mest reynir á hjá okkur á næstu árum, bæði menntun og starfsreynslu þar á meðal kennslu við Harvard.
    Með þessa reynslu verður aldur henni ekki fjötur um fót. Hún er jafn gömul John F Kennedy þegar hann var kosinn forseti Bandaríkjanna.
    16
  • HVG
    Hermann Vestri Guðmundsson skrifaði
    Undarlegt að halda því fram að 43ja ára aldur Höllu Hrundar sé ekki nægjanlegur. Bendi á að Katrín er 48 ára en þó eru næstum 7 ár síðan hún varð forsætisráðherra sem er valdamesta embætti á Íslandi. Áfram Halla Hrund.
    16
  • HL
    Hallur Leopoldsson skrifaði
    Þar sem maður sat í salnum og fylgdist með frambjóðendum skynjaði maður ýmislegt sem kom manni á óvart. Bæði Halla Tómasar og Jón Gnarr sýndu hrokafulla framkomu sem er óásættanleg. Halla Hrund er of ung og hefur ekki náð fullum þroska. Varðandi Katrínu þá sótti sú spurning á mig, “hvar hefur þú verið undanfarin ár?”, þegar hún talaði um það sem hún ætlaði að standa vörð um. Arnar Þór var kurteis og heiðarlegur þó ég sé ekki sammála honum sem og Baldur sem var ekki að reyna að vera annað en hann er, fræðimaður. Baldur fær mitt atkvæði
    -5
    • Ólöf Þorvaldsdóttir skrifaði
      Fyndið að þykja Halla Hrund of ung - á sama aldri og John F. Kennedy þegar hann varð forseti.
      2
    • Stefaniya Stanislavovna skrifaði
      ég held að fólk eigi við að hún sé ekki nógu þroskuð frekar en að hún sé ekki nógu gömul.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.
Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins
GreiningForsetakosningar 2024

Halla Tóm­as­dótt­ir verð­ur sjö­undi for­seti lýð­veld­is­ins

Kjarna­fylgi tveggja efstu fram­bjóð­enda til for­seta var hníf­jafnt dag­inn fyr­ir kosn­ing­ar. Fjöldi kjós­enda valdi að velja á milli þeirra á kjör­dag og lang­flest­ir þeirra völdu Höllu Tóm­as­dótt­ur, sem vann af­ger­andi sig­ur. Þrjár kon­ur fengu þrjú af hverj­um fjór­um at­kvæð­um, kjós­end­ur Jóns Gn­arr kusu „með hjart­anu“ og fjöldi fram­bjóð­enda fékk mun færri at­kvæði en með­mæli með fram­boði sínu.

Mest lesið

Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
1
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
4
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
Kaupmáttur eykst lítillega eftir langt samdráttarskeið
10
Fréttir

Kaup­mátt­ur eykst lít­il­lega eft­ir langt sam­drátt­ar­skeið

Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna á mann jókst lít­il­lega á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, eða um 0,1 pró­sent. Á síð­ustu þrem­ur árs­fjórð­ung­um í fyrra hafði kaup­mátt­ur dreg­ist sam­an. Vaxta­gjöld heim­il­anna halda áfram að vega þungt í heim­il­is­bók­haldi lands­manna. Á fyrsta árs­fjórð­ungi greiddu heim­ili lands­ins sam­an­lagt um 35 millj­arða króna í vaxta­gjöld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
3
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
4
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
5
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Running Tide hætt starfsemi í Bandaríkjunum
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide hætt starf­semi í Banda­ríkj­un­um

Marty Od­lin, stofn­andi og for­stjóri Runn­ing Tide í Banda­ríkj­un­um, hef­ur til­kynnt að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi ver­ið lögð nið­ur. Sömu sögu er að segja af dótt­ur­fé­lagi þess á Akra­nesi. Í nýj­asta tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar var fjall­að um að­gerð­ir Runn­ing Tide hér á landi. Þær fólust í því að henda kanadísku timb­urk­urli í haf­ið inn­an lög­sögu Ís­lands.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
10
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
8
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár