Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hver fannst þér standa sig best í forsetakappræðunum í gær?

For­se­takapp­ræð­ur Heim­ild­ar­inn­ar fóru fram í gær í Tjarn­ar­bíói. Þar mætt­ust Arn­ar Þór Jóns­son, Bald­ur Þór­halls­son, Halla Hrund Loga­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Jón Gn­arr og Katrín Jak­obs­dótt­ir. Far­ið var yf­ir víð­an völl og um­ræð­urn­ar voru af­ar líf­leg­ar.

Hver fannst þér standa sig best í forsetakappræðunum í gær?
Forsetakappræður Heimildarinnar fóru fram fyrir fullum sal í Tjarnarbíó í gær. Mynd: Golli

Sex forsetaframbjóðendur mættu í kappræður sem Heimildin stóð að í gær. Fyrir fullum sal í Tjarnarbíói mættu Arnar Þór Jónsson, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir til þess að ræða stefnumál sín og svara erfiðum spurningum um ýmis málefni.  

Samkvæmt nýjustu kosningaspá mælist fylgi þeirra á bilinu 6,3 til 24,3 prósent en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með um fjögurra prósent fylgi.

Umræðurnar voru afar líflegar og ýmislegt kom fram í ræðum frambjóðendanna sem hingað til hefur ekki komið fram. En hver fannst þér standa sig best kappræðunum?

Ef þú misstir af kappræðunum í gær má nálgast útsendingu af þeim hér. 

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjan Jons skrifaði
    Halla Hrund er komin aftur yfir 30% í spánnýrri könnun Mannlífs. Gallup var að plata.
    0
  • Lilja Steingrímsdóttir skrifaði
    Halla Hrund Logadóttir massaði þetta eins og hennar er von og vísa.
    Hún var skýrmælt og svaraði fallega og hreint út Halla Hrund er minn forseti.
    -2
  • Anna Sigurðardóttir skrifaði
    Læti í áhorfendum voru mjög truflandi og alltof hávær.
    1
  • Ingibjörg Hinriksdóttir skrifaði
    Fyrir mér er það engin spurning að Halla Tómasdóttir stóð sig best í gær. Alltaf málefnaleg og með yfirburða þekkingu á hinum ólíkustu málefnum. Halla Tómasdóttir fær mitt atkvæði.
    -1
  • Halla Hrund kemur alltaf vel fyrir, er bæði
    kurtes og hlý, svo er hún hàmenntuð og eldklár💪 Halla Hrund yrði fràbær forseti 🇮🇸
    10
  • Ásmundur Ásmundsson skrifaði
    Ég hafði fyrirfram ákveðið að kjósa ekki Katrínu og var því í leit að vænlegum næsta forseta. Líklega kýs ég Höllu Hrund.
    13
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Halla Hrund hefur gífurlega reynslu eimitt í þeim málaflokkum sem mest reynir á hjá okkur á næstu árum, bæði menntun og starfsreynslu þar á meðal kennslu við Harvard.
    Með þessa reynslu verður aldur henni ekki fjötur um fót. Hún er jafn gömul John F Kennedy þegar hann var kosinn forseti Bandaríkjanna.
    16
  • HVG
    Hermann Vestri Guðmundsson skrifaði
    Undarlegt að halda því fram að 43ja ára aldur Höllu Hrundar sé ekki nægjanlegur. Bendi á að Katrín er 48 ára en þó eru næstum 7 ár síðan hún varð forsætisráðherra sem er valdamesta embætti á Íslandi. Áfram Halla Hrund.
    16
  • HL
    Hallur Leopoldsson skrifaði
    Þar sem maður sat í salnum og fylgdist með frambjóðendum skynjaði maður ýmislegt sem kom manni á óvart. Bæði Halla Tómasar og Jón Gnarr sýndu hrokafulla framkomu sem er óásættanleg. Halla Hrund er of ung og hefur ekki náð fullum þroska. Varðandi Katrínu þá sótti sú spurning á mig, “hvar hefur þú verið undanfarin ár?”, þegar hún talaði um það sem hún ætlaði að standa vörð um. Arnar Þór var kurteis og heiðarlegur þó ég sé ekki sammála honum sem og Baldur sem var ekki að reyna að vera annað en hann er, fræðimaður. Baldur fær mitt atkvæði
    -5
    • Ólöf Þorvaldsdóttir skrifaði
      Fyndið að þykja Halla Hrund of ung - á sama aldri og John F. Kennedy þegar hann varð forseti.
      2
    • Stefaniya Stanislavovna skrifaði
      ég held að fólk eigi við að hún sé ekki nógu þroskuð frekar en að hún sé ekki nógu gömul.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár