Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Þetta eru bara hreinir og klárir stríðsglæpir“

Efstu sex for­setafram­bjóð­end­urn­ir eru ekki all­ir sam­mála um að þjóð­armorð eigi sér nú stað á Gaza-svæð­inu. Mál­efni Palestínu komu til um­ræðu í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í gær­kvöld.

Þegar talið barst að ástandinu á Gaza-svæðinu í kappræðum Heimildarinnar í gærkvöld fékk Margrét Marteinsdóttir, annar þáttarstjórnanda, ekki að ljúka við spurninguna.

„Þetta eru bara hreinir og klárir stríðsglæpir!“ kallaði Jón Gnarr ofan í spurninguna og uppskar fyrir það mikið lófatak.

Auk Jóns tóku fimm aðrir forsetaframbjóðendur þátt í kappræðunum og tjáðu þar skoðanir sínar á aðstæðum á Gaza og hvort þeir teldu að þar ætti sér stað þjóðarmorð. 

Verið að skoða þjóðarmorð

Hvorki Halla Hrund Logadóttir né Katrín Jakobsdóttir vildu fullyrða að um þjóðarmorð væri að ræða. „Það er verið að skoða það [hvort að um þjóðarmorð væri að ræða]. Þetta eru hræðilegar aðstæður. Ég á sjálf vini frá Palestínu og þekki fólk sem hefur verið að vinna þar. Það er ekkert sem afsakar þessa viðburði,“ sagði Halla Hrund.

Henni finnst að forseti eigi að nýta samtöl, tækifæri og aðgang embættisins til að tala fyrir friðsamlegum lausnum. „Í samhengi við Ísland mun ég sannarlega gera það í samræmi við stefnu stjórnvalda.“

Katrín sagði að skýrt brot á alþjóðalögum ætti sér nú stað. „Það er fullkomlega eðlilegt að forseti tali mjög skýrt gegn slíkum brotum og fyrir friði.“ Allar raddir sem tali fyrir friði hjálpi til. 

Það sem er að gerast í Palestínu – er það þjóðarmorð að þínu mati?

„Það er til rannsóknar fyrir dómstólum núna. En eins og ég sé þetta skýr og klár brot á alþjóðalögum, mannúðarlögum og hryllilegir hlutir sem íslensk stjórnvöld og forseti eiga að nota sína rödd til að andmæla,“ sagði Katrín.

Halla og Baldur telja þjóðarmorð eiga sér stað

Halla Tómasdóttir sagðist vera hryggbrotin yfir því sem væri að gerast á Gaza. „Þetta er að kremja í mér hjartað og ég held að okkur líði öllum alveg ótrúlega illa út af þessu. Auðvitað eru þetta stríðsglæpir. Auðvitað eru þetta brot á alþjóðalögum.“ Í hennar huga er enginn vafi að það sem eigi sér stað sé þjóðarmorð.

Hún vill að forsetinn vinni með ríkisstjórn landsins að því að gera Ísland að talsmanni friðar, friðsamlegra lausna og vopnahlés. „Ég held að fleiri konur í forystu muni breyta heiminum til hins betra í þessu og held að forseti Íslands geti verið fremstur í flokki.“

Ástandið á Gaza angrar Baldur mikið, sem er hættur að geta horft á fréttamyndir þaðan. „Við verðum einhvern veginn að stíga miklu fastar til jarðar en við erum að gera. Við tókum frumkvæði í því, meðal vestrænna ríkja, að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Og nú þurfum við dálítið að bretta upp ermarnar og fylgja því máli eftir.“

Hann segir Ísland eiga að nýta bandalagsríki sín og samvinnu við hin Norðurlöndin til að miðla málum og þrýsta á Ísrael. Spurður hvort hann telji að þjóðarmorð eigi sér stað segir Baldur að það virðist vera. „Það lítur út fyrir það, já.“

Arnar vildi rifja upp lagaskilgreininguna á þjóðarmorði

Arnar Þór Jónsson sagðist ekki hafa lesið lagalega skilgreiningu á þjóðarmorði í 26 ár og vildi því ekki taka afstöðu til þess hvort það ætti sér stað á Gaza. „Þessi harmleikur sem þarna á sér stað er náttúrulega þyngri en tárum tekur og ég veit eiginlega ekki hvað maður getur sagt. Þetta er svo hryllilegt. En hitt er alveg ljóst að það verður að bera klæði á vopnin.“

Arnari finnst umræðuna um Palestínu skorta trúverðugleika vegna þess að Ísland hafi ákveðið að gerast beinir þátttakendur í vígbúnaði erlendis. Hann lýsti yfir mikilli óánægju með þá þróun.

Jón Gnarr líka gráti nær

„Ég tek undir með Höllu Tómasdóttur að maður er gráti nær að lesa þetta og þessa viðurstyggilegu árás á flóttamannabúðir sem er nýjasti viðbjóðurinn,“ sagði Jón Gnarr. 

Hann segir forseta Íslands eiga að fordæma svona ástand. „Og beita öllum sínum áhrifum til að reyna að hafa áhrif og tala fyrir friðsamlegum lausnum.

„Það er enginn vafi í mínum huga að þarna eru framdir stríðsglæpir. Þjóðarmorð? Mig grunar það sterklega, já.“

Hér má horfa á kappræðurnar þar sem forsetaframbjóðendurnir sex sem mælast með mest fyrir samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mætast. Fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni:

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna hefur enginn frambjóðandi fengið spurninguna um að rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael ? Hver vill eiga sambandi við barnamorðinga ?
    0
    • TM
      Tómas Maríuson skrifaði
      Kannski af því slíkt er ekki í verkahring forsetans.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
1
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
3
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
4
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár