Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
Segir tilgáturnar vera „langsóttan lopa“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að tilgátur um hagsmunaárekstra hans í Heidelberg-málinu út af tengslum við námufjárfestana Einar Sigurðsson og Hrólf Ölvisson vera „langsóttan lopa“.

Fyrirtæki sem er að hluta til í eigu námufjárfestanna Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar hefur stundað rannsóknir vegna efnistöku á hafsbotni við Landeyjar. Hluti efnisins sem til stendur að sækja þangað verður unnið í verksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg sem til stendur að byggja í túnfæti Þorlákshafnar ef íbúar Ölfuss kjósa með verksmiðjunni í íbúakosningum. 

„Mér finnst þetta ævintýralega langsótt“
Ellliði Vignisson,
bæjarstjóri í Ölfusi aðspurður um meinta hagsmunaárekstra í Heidelberg-málinu

Fyrirtækið sem rannsakar hafsbotninn heitir Eignarhaldsfélagið Hornsteinn og á Heidelberg meirihluta í því á móti félögum í eigu Einars, Hrólfs og fleiri fjárfesta. Harkalega er nú tekist á í Ölfusi um bæði verksmiðju Heidelberg og fyrirhugaða efnistöku af hafsbotni úti fyrir Landeyjahöfn.  

Fyrirtæki í eigu þeirra Einars og Hrólfs hefur afsalað sér húsi til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, eins og Heimildin hefur fjallað ítarlega um, en hann sér …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Mikil spillingarþoka yfir Þorlákshöfn í boði Elliða !
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár