Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bæjarstjórinn í Ölfusi kaupir hús af umsvifamiklu námufyrirtæki í sveitarfélaginu

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi, keypti íbúð­ar­hús af fé­lagi sem er í eigu námu­fyr­ir­tæk­is­ins Jarð­efna­iðn­að­ur. Fyr­ir­tæk­ið flyt­ur út vik­ur frá Þor­láks­höfn og vinn­ur að því að tryggja sér frek­ari námu­rétt­indi í sveit­ar­fé­lag­inu. Eig­end­ur fé­lags­ins eru út­gerð­ar­mað­ur­inn Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son. Elliði seg­ir enga hags­muna­árekstra hafa kom­ið upp vegna þess­ara við­skipta.

Bæjarstjórinn í Ölfusi kaupir hús af umsvifamiklu námufyrirtæki í sveitarfélaginu
Kaupir hús af námufyrirtæki í Ölfusi Bæjarstjórinn í Ölfusi, Elliði Vignisson, er að ganga frá kaupum á íbúðarhúsi sem er í eigu námufyrirtækis í sveitarfélaginu.

Ellliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi á Suðurlandi, býr í íbúðarhúsi í sveitarfélaginu sem er í eigu námufyrirtækis og fjárfesta sem eru stórir hagsmunaaðilar í atvinnulífinu í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn, sem tók við starfinu árið 2018, segir að hann sé nú að ganga frá kaupum á húsinu. „Ég er að kaupa af þeim íbúðarhúsið sem var metið ónýtt eftir vatnstjón. Ég er að koma mér fyrir þarna og hef búið í bílskúrnum á meðan húsið hefur verið gert upp. Það varð allsherjartjón á húsinu. Þetta er allt í undirbúningi og hefur tekið lengri tíma en við ætluðum.“ 

Bæjarstjórinn vill ekki gefa upp kaupverðið á húsinu að svo stöddu og segir að verðið komi þá bara fram eftir undirritun kaupsamnings. Hann segist ekki fá nein sérkjör á húsinu. Elliði segir að leigan sem hann hafi greitt fyrir að búa í húsinu sé kostnaðurinn sem hann hefur greitt við endurbætur hússins. „Leigan verður …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár