Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg reyndi að koma í veg fyrir að starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar tæki þátt í opnum íbúafundi um fyrirhugaða mölunarverksmiðju í Ölfusi. Fundurinn var haldinn í grunnskólanum í Þorlákshöfn á miðvikudaginn í síðustu viku, þann 15. maí. Þetta herma þrjár sjálfstæðar heimildir blaðsins og forstjóri Hafró staðfestir að erindið hafi borist.
Tölvupóstur frá lögmannsstofunni Logos barst um þetta fyrir hönd Heidelberg og var þeim tilmælum beint til ríkisstofnunarinnar að starfsmaðurinn tæki ekki þátt í fundinum.
„Það er bara velkomið að kæra okkur ef einhver vill.“
Vísað var í fordæmi þess efnis að ríkisstarfsmenn hefðu verið kærðir fyrir að taka þátt í slíkum fundum í eigin nafni. Starfsmaðurinn var hins vegar þátttakandi á íbúafundinum sem starfsmaður Hafró en ekki sem einstaklingur. Logos beindi einnig þeirri spurningu til Hafró hvort slíkt væri eðlilegt að mati stofnunarinnar.
Mikill hiti er nú Ölfusi vegna möluanrverksmiðju Heidelberg og annarra umsvifa fyrirtækisins …
Athugasemdir (5)