Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.

Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
Tölvupóstur frá Logos Í aðdraganda íbúafundar minnihlutans í Ölfusi um mölunarverksmiðjunni reyndi Heidelberg að koma í veg fyrir að starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar tæki þátt í fundinum. Magnús sést hér lengst til hægri á myndinni í panel á íbúafundinum en Ása Berglind Hjálmarsdóttir sést hér í pontu. Mynd: b''

Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg reyndi að koma í veg fyrir að starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar tæki þátt í opnum íbúafundi um fyrirhugaða mölunarverksmiðju í Ölfusi. Fundurinn var haldinn í grunnskólanum í Þorlákshöfn á miðvikudaginn í síðustu viku, þann 15. maí. Þetta herma þrjár sjálfstæðar heimildir blaðsins og forstjóri Hafró staðfestir að erindið hafi borist.

Tölvupóstur frá lögmannsstofunni Logos barst um þetta fyrir hönd Heidelberg og var þeim tilmælum beint til ríkisstofnunarinnar að starfsmaðurinn tæki ekki þátt í fundinum.

„Það er bara velkomið að kæra okkur ef einhver vill.“
Þorsteinn Sigurðsson,
forstjóri Hafró

Vísað var í fordæmi þess efnis að ríkisstarfsmenn hefðu verið kærðir fyrir að taka þátt í slíkum fundum í eigin nafni. Starfsmaðurinn var hins vegar þátttakandi á íbúafundinum sem starfsmaður Hafró en ekki sem einstaklingur. Logos beindi einnig þeirri spurningu til Hafró hvort slíkt væri eðlilegt að mati stofnunarinnar. 

Mikill hiti er nú Ölfusi vegna möluanrverksmiðju Heidelberg og annarra umsvifa fyrirtækisins …

Kjósa
104
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Ég ætla að vona að íbúar Þorlákshafnar beri gæfu til að hafna þessari sturlun
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Gott að einhver lét til skarar skríða gegn þessum hrikalega yfirgangi!
    3
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hvar kemur það fram að malartakan hafi áhrif á fiskimið úti fyrir Þorlákshöfn? Er það eitthvað sem Hafró nefndi eða tilbúningur blaðamanns.? Það eru nógu mikil átök um málið þótt ekki sé verið að prenta rangar upplýsinga vegna vanþekkingar blaðamanns. Og svo má benda á að umsögn Harannsóknarstofnunar var byggð á rannsókn sem var lögbundið ferli fyrirtækisins við að skila skýrzlu um umhverfisáhrif. Og auðvitað stóð fyrirtækið straum af kostnaði. Það er lögbundið og óþarfi að gefa í skyn að fyrirtækið ætti skýrzluna vegna þess að það borgaði fyrir hana. Vanda sig meira drengir!
    -3
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Ert þú á launum við að leiðrétta "missagnir" ?
      2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frekjan í þessum hægrimönnum er yfirgengileg!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár