Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti fyrir skömmu að fela sveitarstjóra að grennslast fyrir um hvaða hagrænu áhrif vindorkuver, sem til stendur að reisa við Vaðöldu, muni verða á nærsamfélagið. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra, segist ekki vita til þess að sveitarfélög hafi áður ráðist í slíka athugun að eigin frumkvæði.
Um er að ræða vindorkuver sem hefur verið kallað Búrfellslundur. Fyrr á þessu ári var lagt til að verið væri látið heita Vaðölduver í staðinn.
Gert er ráð fyrir að sveitarstjóri Rangárþings ytra muni beina erindi sínu til Landsvirkjunar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Vindorkuver við Vaðöldu
Landsvirkjun hefur um langt skeið unnið að fyrirhugaðri uppbyggingu á vindorkuveri á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Á þeim tíma hafa útfærslur á virkjuninni verið endurskoðaðar í samræmi athugasemdir frá ýmsum aðilum og umhverfismati.
Í þessu endurskoðunarferli hefur stærð og staðsetning vindorkuversins breyst. Árið 2022 var vindorkuverið, sem hingað …
Athugasemdir