Í síðustu viku kærði forsetaframbjóðandinn Arnar Þór Jónsson skopmyndateiknarann Halldór Baldursson til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Tilefnið var skopmynd sem sýndi sjö forsetaframbjóðendur í neikvæðu ljósi. Einn þeirra var Arnar Þór sem var á myndinni klæddur í nasistabúning. Vildi Arnar að bæði Halldór og Vísir bæðu hann afsökunar, rangfærslur væru leiðréttar og myndin fjarlægð.
Halldór Baldursson segir í samtali við Heimildina að honum þyki gagnrýni Arnars ekki sanngjörn, en segir hana þó skiljanlega. „Ég held hann hafi misskilið myndina og ekki lesið rétt í inntak hennar.“
Orðræðan ekki hans uppfinning
Halldór segir markmiðið með myndinni hafa verið að draga fram hörðustu gagnrýnina sem forsetaframbjóðendurnir hafi orðið fyrir. „Nú spyr fólk. Af hverju nasismi fyrir hann Arnar? Hann er enginn nasisti. Hann er íhaldsmaður.“ Halldór skýrir að Arnar hafi myndað sér stöðu sem andlit hins nýja hægris á Íslandi, en flokkar með slíkar áherslur hafi verið að koma fram í Evrópu.
„Þessir …
Athugasemdir (1)