Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aukinn einkarekstur: „Ég hef líka áhyggjur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.

Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
Spítalann megi ekki hola að innan Alma Möller, landlæknir segir að passa þurfi sérstaklega vel uppá að veikja ekki Landspítalann þegar verið er að útvista heilbrigðisþjónustu til einkafyrirtækja. „Það má ekki hola hann að innan“. Mynd: Golli

Alma Möller, landlæknir segir mikilvægt að fylgjast vel með þróun einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Útvistun skurðaðgerða geti þó verið af hinu góða. „Það eykur aðgengi, minnkar bið og getur létt álagið á opinberum stofnunum. Það eykur líka valfrelsi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk,“ segir Alma en leggur áherslu á að eftirlit sé vandað sem og aðgengi að upplýsingum varðandi kostnað, gæði og árangur. Útvistun þjónustu eigi alltaf að vera á forsendum sjúklinga og almannaheilla. „Sjúkratryggingar veita eftirlit og auðvitað embætti landlæknis og það er stundum gott að þessar tvær stofnanir vinni saman.“ Alma segir einnig mjög mikilvægt að útvistun á þjónustu verði ekki til þess að stofnanir veikjast og nefnir Landspítalann sérstaklega.

Hún tekur undir áhyggjur Runólfs Pálssonar, forstjóra Landspítala, sem sagði í Heimildinni fyrir rúmu ári að hann hefði nokkurn beyg vegna ákvörðunar yfirvalda að …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Einkavinavæðing er það eina sem þessu liði dettur í hug ?
    0
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Einkavæðing er nákvæmlega það sem íhaldið hefur unnið að lengi.

    Bjarni Ben. er í stjórnmálum til þess eins að verja hagsmuni auðstéttarinnar. Honum er skítsama um hina "ræflanna".
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár