Auglýsingum frá erlendum veðmálasíðum bregður í auknum mæli fyrir á skjáum barna og ungmenna hér á landi. Erlend veðmálafyrirtæki hafa undanfarið verið í mikilli sókn á íslenskum spilamarkaði. Starfsemin er ólögleg hér á landi en stjórnvöld hafa lítið getað gert til að koma í veg fyrir að landsmenn stundi fjárhættuspil á erlendum vefsíðum.
Aðgerðarleysið má að miklu leyti rekja til þess að fyrirtækin sem starfrækja veðmálasíðurnar starfa utan íslenskrar lögsögu. Skortur á regluverki og lögum um starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja hér á landi gerir það að verkum að fyrirtækjunum er í sjálfsvald sett að tryggja að ungmenni spili ekki á vefsíðum þeirra.
Misjafnt er á milli fyrirtækja með hvaða hætti þau ganga úr skugga um að ungmenni séu ekki að spila á vefsíðum þeirra. Mörg dæmi eru um að ungt fólk villi á sér heimildir og spili á vefsíðunum þrátt fyrir að hafa ekki aldur til þess.
Lítið eftirlit er með …
Athugasemdir