Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ráðuneytið hélt fund til að lægja óánægjuöldur um frumvarp um laxeldi

Mat­væla­ráðu­neyt­ið hélt upp­lýs­inga­fund þar sem far­ið var yf­ir um­deilt frum­varp um lagar­eldi sem mik­ið hef­ur ver­ið í um­ræð­unni síð­ustu. Sjald­gæft er að ráðu­neyti haldi slíka fundi um laga­frum­vörp sem bú­ið er að leggja fram og mæla fyr­ir á Al­þingi.

Ráðuneytið hélt fund til að lægja óánægjuöldur um frumvarp um laxeldi
Féllu í skuggann Bjarkey Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði að inntak frumvarpsins um lagareldið hafi fallið í skuggann af umræðu um að rekstrarleyfin í greininni ættu að vera ótímabundin. Mynd: Golli

Matvælaráðuneyti Bjarkeyjar Gunnarsdóttur hélt upplýsingafund um umdeilt frumvarp um lagareldi á Hilton-hótelinu á Suðurlandsbraut í morgun þar sem farið var yfir efni frumvarpsins. Sjaldgæft er að slíkir upplýsingafundir séu haldnir um lagafrumvörp sem búið er að leggja fram og mæla fyrir á Alþingi. 

„Þær fyrirætlanir að hafa leyfin ótímabundin hafa mætt andstöðu fjölmargra aðila og ég hef skilning á því og hef talið nauðsynlegt að bregðast við.
Bjarkey Gunnarsdóttir,
matvælaráðherra

Umræður um frumvarpið í samfélaginu leiddu til þess að ráðuneytið tók U-beygju um það atriði þess sem hefur verið umdeildast: Að gera rekstrarleyfin í laxeldinu ótímabundin.   Í stað þess að hafa rekstrarleyfin í laxeldinu ótímabundin hefur matvælaráðuneytið sent breytingartillögur til atvinnuveganefndar um að rekstrarleyfin eigi að vera tímabundin. 

Kolbeinn og KristinnÁgætlega var mætt á fundinn á Hilton-hótelinu á Suðurlandsbraut. Kolbeinn Árnason skristofustjóri fiskeldis í matvælaráðuneytinu hélt erindi um frumvarpið og áhugamenn um laxeldi, eins og til dæmis Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri Bæjarins besta á ísafirði, voru meðal gesta.

Telur innihald frumvarpsins hafa fallið í skuggann

Í ávarpi sínu á upplýsingafundinum kom Bjarkey Gunnarsdóttir inn á þetta atriði sérstaklega og er ljóst af því sem ráðherrann segir að stór hluti ástæðunnar fyrir því að fundurinn var haldinn er umræðan um þetta atriði frumvarpsins um ótímabundnu leyfin.

Hún sagði: „Að lokum vil ég segja að þetta er metnaðarfullt frumvarp sem að snýst fyrst og fremst um að gera umhverfis- og náttúruvernd hærra undir höfði þegar kemur að hagnýtingu sameiginlegra auðlinda og þeim ytri áhrifum sem af því hljótast. Málið hefur sannarlega fengið mikla umfjöllun og féllu þau atriði sem ég hef rakið [...] í skuggann af því. Við gerð frumvarpsins var talið að best mætti ná þessum markmiðum með því að gera rekstrarleyfin ótímabundin og hafa afturköllunar- og skerðingarheimildir frumvarpsins mun ríkari enda kom fram í áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar að leyfin í núgildandi kerfi væru í raun ótímabundin þar sem Matvælastofnun skorti heimildir til að synja endurnýjun. Þær fyrirætlanir að hafa leyfin ótímabundin hafa mætt andstöðu fjölmargra aðila og ég hef skilning á því og hef talið nauðsynlegt að bregðast við. Atvinnuveganefnd er nú með málið til umfjöllunar og tillögur þar að lútandi.

Greinin fór óbreytt í gegnum þrjá ráðherra VG

Út frá þessum orðum Bjarkeyjar er líklegt að fundurinn sé viðbragð við umræðunni um um greinina um ótímabundnu leyfin sem leiddi meðal annars til harkalegra orðaskipta á Alþingi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði meðal annars um það og og greinina um ótímabundnu leyfin. „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka [...] „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“

Eitt af því sem er sérstaklega áhugavert við þessa grein lagafrumvarpsins er að hún fór óbreytt í gegnum þrjá matvælaráðherra Vinstri grænna við vinnslu frumvarpsins. Fyrst Svandísi Svavarsdóttur, svo Katrínu Jakobsdóttur sem tók við af Svandísi þegar hún fór í veikindaleyfi og loks Bjarkeyju Gunnarsdóttir. Það var ekki fyrr en sagt var frá greininni í Heimildinni og í kjölfar umræðna á Alþingi að matvælaráðuneytið dró í land og vildi tímabinda leyfin. 

Rétt eins og Bjarkey hefur Svandís nú dregið í land og sagst vera fylgjandi því að tímabinda rekstrarleyfin. Á Alþingi sagði hún: „Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“

Afstaða Katrínar til málsins liggur ekki fyrir þar sem hún fæst ekki til að tjá sig um það efnislega.

Gagnrýnendur sjókvíaeldisÞekktir gagnrýnendur sjóvkvíaeldis komu á upplýsingafundinn eins og til dæmis Óttar Ingvason, eigandi Haffjarðarár á Snæfellsnesi, sem er lengst til vinstri á myndinni, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og Elvar Friðriksson frá Verndarsjóði Atlantshafslaxsins (NASF) sem er annar til hægr á myndinni.
Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hvað kosta 3-ráðherrar xV-flokksinns norska og íslenska auðkýfinga ? Það verður aldrei sagt um þessa 3-ráðherra (Svandísi/Katrínu/Bjarkey að þær geti ekki lesið sér til gagns, það er fræðilegur möguleiki að stöllurnar séu menntaðir vitleysingar, held samt ekki.
    0
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Það verður ekki lengur um villst, að það var einbeittur vilji VG að gefa norskum fiskeldisfyrirtæjum eftir firðina okkar til ótímabundins reksturs. Að "vinstrisinnaður náttúruverndarflokkur" eigi hér hlut að máli er svo fáheyrt að það ætti með réttu að vera heimsfrétt. Ekki síst vegna þess að leiðtogi sama flokks hefur í kjölfarið ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár