Það er ótrúlega gaman að fara út á góðum sumardegi með góðum félögum og eiga skemmtilega stund með þeim á hlaupum, eða bara fara út og vera einn með sínum hugsunum og tæma hugann algerlega og upplifa síðan þessa miklu vellíðan að loknu hlaupi.
Stór hluti af ánægjunni við hlaupin er síðan að setja sér markmið og ná þeim. Þá er það ekki síður vegferðin í átt að markmiðinu sem er skemmtileg, en að ná markmiðinu sjálfu, sem getur verið að taka þátt í almenningshlaupi hér á Íslandi eða taka þátt í stórum borgarhlaupum með tugþúsundum annarra þátttakenda og að minnsta kosti öðru eins á hliðarlínunni sem hvetja mann áfram.
Hlaupin færa manni líka mikið frelsi. Það er hægt að fara hvert sem er og hvenær sem er út að hlaupa og á ferðalögum eru hlaup oft besta og skemmtilegasta leiðin til að skoða umhverfið. Þá skiptir ekki máli …
Athugasemdir