Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur Lindakirkju, segir þakklæti vera sér efst í huga að loknu biskupskjöri. Hann hafi lært heilmikið á þeirri vegferð og snúi tvíefldur til baka í safnaðarstarfið í Lindakirkju. Mynd: Golli

Kosið var um nýjan biskup Íslands síðastliðinn þriðjudag. Um var að ræða síðari umferð biskupakosninganna þar sem valið stóð á milli séra Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests Grafarvogskirkju og séra Guðmundar Karls Brynjarssonar, sóknarprests Lindakirkju. 

Guðrún vann kosningarnar með rúmlega 52 prósent greiddra atkvæða. Samkvæmt tilkynningu sem Þjóðkirkja sendi frá sér voru 2.286 skráðir á kjörskrá,  þarf af voru 166 prestar og djáknar og 2.119 svonefndir leikmenn.

Guðrún verður fimmtándi biskup Íslands frá því að Skálholts- og Hólabiskupsdæmin voru sameinuð árið 1801. Þá er hún önnur konan í sögu kirkjunnar til þess að gegna embættinu, á eftir forvera sínum, Agnesi M. Sigurðardóttur. 

Guðmundur Karl, sem laut í lægra haldi með tæp 47 prósent greiddra atkvæða, segist, í samtali við Heimildina, ganga sáttur frá borði.  

„Mér líður bara afskaplega vel. Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir þessa skemmtilegu ferð sem mér var boðið í. Ég er þakklátur fyrir að fá að fara út um landið og kynnast fjölda fólks sem ann kirkjunni og vill henni vel. Þetta er búið að vera mikill skóli og lærdómur sem ég kem til með að búa að og verð alltaf þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í.“ 

Nóg af verkefnum fram undan

Aðspurður hvað taki næst við hjá honum að loknu biskupskjöri segist Guðmundur Karl munu snúa aftur til fyrri starfa í Lindakirkju. Þar bíði hans fjölmörg verkefni sem hafi hrannast upp á meðan framboðið stóð yfir. 

Séra Guðmundur Karl Brynjólfsson og hundurinn hans Marvin.Ýmis verkefni bíða þeirra að loknu biskupskjöri.

„Ég er sóknarprestur í stórri sókn og það verður að segjast eins og er að í þessu brölti mínu þá hefur mætt meira á kollegum mínum sem hafa verið hérna að sjá um safnaðarstarfið. Þannig ég kem náttúrlega bara tvíefldur til baka í það. Þannig það er nóg af verkefnum fram undan. Ég hef að góðu að hverfa aftur.“ 

Spurður álits á nýkjörnum biskup segist Guðmundur Karl þykja vænt um Guðrún Karls. Hann biður nýjum biskup blessunar og óskar henni góðs gengis í þeim verkefnum sem fram undan eru. „Ég veit hún mun leggja sig fram,“ segir Guðmundur Karl.

Kannast við orðróm um að pólitík hafi litað biskupskjörið

Í aðdraganda seinni umferðar biskupskjörsins barst Heimildinni ábending um að kosningavél Sjálfstæðisflokksins hafi verið virkjuð til þess að aðstoða Guðrúnu Karls við að tryggja sér biskupsembættið.  Meðal annars með því að sinna úthringingum í þá rúmlega 2.000 einstaklinga sem voru á kjörskrá. Þá greindi Vísir frá því að þekktir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hafi haft aðkomu að framboði Guðrúnu Karls. Hafa þeir einnig verið bendlaðir við forsetaframboð Baldurs Þórhallssonar.

Guðmundur Karl staðfestir að hann hafi heyrt af svipuðum orðróm. Hins vegar segist hann ekki vera fær um að skera úr um það hvort slík afskipti geti talist eðlileg.    

„Ég hef sagt með það, að það sem ekki er bannað er leyfilegt. Það voru engar reglur lagðar upp með hvað mætti gera, en svo má alltaf spyrja sig að því hvort það passi í svona kosningabaráttu. Það ekki mitt að dæma um það. En jú, ég hef alveg heyrt þetta.“ 

Í samtali tekur Guðmundur Karl fram að hann hafi sjálfur fengið til liðs við sig stóran hóp af fólki til þess að sinna úthringingum og styðja við framboð hans. 

„En ég setti það sem skilyrði að ég vildi að það fólk sem væri að hringja þekkti mig persónulega og það tókst. Ég held þetta hafi verið 90 manns sem tóku þátt í úthringingum fyrir mig. Þannig þetta hefur verið mjög eflandi og gott fyrir mig að taka þátt í þessu.“  

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "að hann hafi sjálfur fengið til liðs við sig stóran hóp af fólki til þess að sinna úthringingum og styðja við framboð hans."
    Úthringingar eiga að tilheyra fortíðinni. Það á ekki að vera heimilt að hafa áhrif á kjósendur með að dextra þá á kjörstað. Kosningin á að vera algjörlega leynileg.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár