Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Dómsmálaráðherra segir það ekki hennar að rannsaka örlætisgjörning Haraldar

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra stóð fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag vegna ör­læt­is­gjörn­ings Har­ald­ar Johann­essen sem Heim­ild­in greindi ný­ver­ið frá.

Dómsmálaráðherra segir það ekki hennar að rannsaka örlætisgjörning Haraldar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vildi vita hvort Guðrún Hafsteinsdóttir hygðist aðhafast eitthvað í tengslum við örlætisgjörning Haraldar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók örlætisgjörning Haraldar Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra, til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag. En nýverið var fjallað ítarlega um téðan gjörning í Heimildinni.

500 milljónir í lífeyrisréttindi, án heimildar

Árið 2019 hækkaði Haraldur lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um meira en helming – en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar var þetta ólögmæt ákvörðun. Samningarnir standa þó – sökum þess að undirmennirnir eru taldir hafa verið grandlausir um ólögmæti gjörningsins. Áætlaður kostnaður gjörningsins er yfir 500 milljónir sem ríkissjóður mun þurfa að standa undir. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þá dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, vörðu Harald eftir að Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins, gagnrýndi samkomulag Haraldar við undirmenn sína harðlega og sögðu hann í rétti. En þessi ummæli ráðherranna voru gagnrýnd í úrskurði Hæstaréttar í málinu.

Minntist Þórhildur Sunna á að Heimildin hefði fengið þau svör að engu máli af þessu tagi hefði verið vísað …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Gaman að heyra að allir æðstráðendur ríkisstofnana geta umbunað sínum uppáhalds undirmönnum ef þeir bara fatta það ekki, þá fer nú aldeilis að grynnast í Ríkisbuddunni.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Dýr skyldi Haraldur allur

Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár