Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók örlætisgjörning Haraldar Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóra, til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag. En nýverið var fjallað ítarlega um téðan gjörning í Heimildinni.
500 milljónir í lífeyrisréttindi, án heimildar
Árið 2019 hækkaði Haraldur lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um meira en helming – en samkvæmt úrskurði Hæstaréttar var þetta ólögmæt ákvörðun. Samningarnir standa þó – sökum þess að undirmennirnir eru taldir hafa verið grandlausir um ólögmæti gjörningsins. Áætlaður kostnaður gjörningsins er yfir 500 milljónir sem ríkissjóður mun þurfa að standa undir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þá dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, vörðu Harald eftir að Úlfar Lúðvíksson, formaður Lögreglustjórafélagsins, gagnrýndi samkomulag Haraldar við undirmenn sína harðlega og sögðu hann í rétti. En þessi ummæli ráðherranna voru gagnrýnd í úrskurði Hæstaréttar í málinu.
Minntist Þórhildur Sunna á að Heimildin hefði fengið þau svör að engu máli af þessu tagi hefði verið vísað …
Athugasemdir (1)