„Breska pressan var allra verst lengi vel,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, varðandi umfjöllun um Julian Assange. Í viðtali í Heimildinni kom fram að umræða um það er farið að breytast. Hann segir tvennt hafa breytt mjög miklu gagnvart fjölmiðlum í bresku samfélagi.
Fyrst nefnir hann: „Að Stella náttúrlega stígur úr skugganum – eiginkona og barnsmóðir Julians. Og fer að tala fyrir málstað síns bónda. Allt í einu var það bara uppgötvað: Já, ókei! Þetta skrímsli þarna á bara konu og börn! Hún virkar nú ekkert sérstaklega einkennileg, hún Stella. Einstaklega vel gefin, Oxford-menntaður lögmaður, reiprennandi á nokkur tungumál.“
Hitt er að sögn hans: „ ... þegar Nils Melzer kom með bókina sína. Hann hélt blaðamannafundi og fór í fjölmiðla. Þá kom svona annað móment í bresku pressuna. Bókin er bara skýrsla; rannsókn sem …
Athugasemdir (2)