Tæplega 300 þúsund eldislaxar drápust í sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arnarlax í síðasta mánuði. Þetta herma heimildir blaðsins. Ástæðan er meðal annars vetrarsár sem orsakast af sérlega köldum vetri með tilheyrandi sjávarkulda sem hefur slæm áhrif á eldislaxinn. Í heildina drápust tæplega 450 þúsund fiskar í íslensku sjókvíaeldi í mars og átti Arnarlax því um 2/3 af þeim fiski sem drapst. Langmest var um í laxadauða í Arnarfirði á Vestfjörðum þar sem tæplega 290 þúsund eldislaxar drápust í mars.
18 milljónir eldislaxa voru úti í sjókvíum við Ísland í lok febrúar í ár og er því um að ræða 2,5 prósent af heildarfjölda þessara fiska sem drapst í síðasta mánuði.
„Við munum kynna fyrsta ársfjórðungsuppgjör okkar fyrir 2024 þann 14. maí og við munum ræða þetta mál þar.“
Þrenns konar bakteríur valda skaða
Heildartölurnar um laxadauðann koma fram í svörum frá Matvælastofnun (MAST) í tölvupósti en stofnunin má …
Það væri auðveldara fyrir leikmenn að gera sér grein fyrir magninu ef það væri gefið upp í tonnum.