Jón Gnarr segist munu þurfa meta það vandlega hverju sinni hvernig hann, í embætti forseta Íslands, myndi taka á móti umdeildum stjórnmálamönnum og ráðamönnum frá einræðisríkjum, svokölluðum illmennum eins og Jón kallaði þá í nýlegu viðtali við Heimildina.
Í nýjasta þætti Pressu var Jón spurður nánar út í þessi ummæli. Hvernig hann skilgreini illmenni og hvar hann dragi línuna gagnvart umdeildum stjórnmálamönnum sem deili ekki sömu heimsýn og skoðunum og hann sjálfur.
Var danski stjórnmálamaðurinn Pia Kjærsgaard, fyrrum forseti danska þingsins og stofnandi danska Þjóðarflokksins, tekin sérstaklega fyrir í því samhengi. Pia er hvað þekktust fyrir sterkar skoðanir sínar á fjölmenningu og innflytjendum og hefur gjarnan verið bendluð við þjóðernispópulisma.
Athugasemdir (5)