Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra var með­al við­mæl­enda í Pressu í dag. Hún var spurð hvort hefði tek­ið nógu vel á um­mæl­um þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra um tjald­búð­irn­ar svo­köll­uðu á Aust­ur­velli fyrr á ár­inu. „Ég ætla bara að tala fyr­ir mín um­mæli en ekki um­mæli annarra,“ svar­aði Katrín, líkt og áð­ur.

„Forseti hefur þetta tækifæri til að horfa á stóru myndina og beita áhrifum sínum. Forsetinn er ekki að leggja fram frumvörp eða gera og græja eða taka ákvarðanir eða ákveða fjárveitingar. En forsetinn hefur það tækifæri að tala fyrir ákveðnum gildum, bæði hér heima og að heiman. Gildum sem ég hef áhyggjur af.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir í Pressu í dag þegar Helgi Seljan spurði hana hvers vegna hún þyrfti að fara á Bessastaði til að setja ýmis málefni á oddinn hafandi verið forsætisráðherra. 

Katrín fór ekki að telja upp þau atriði sem hún hefur gert sem forsætisráðherra. „Það er auðvitað svo að stjórnmál eru bara allt annar hlutur en forsetaembættið,“ sagði Katrín. 

Forsetaembættið„Það er auðvitað svo að stjórnmál eru bara allt annar hlutur en forsetaembættið.“

Tjaldbúðirnar á Austurvelli

Helgi spurði Katrínu út í ummæli Bjarna Benediktssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um tjaldbúðirnar svokölluðu á Austurvelli fyrr á árinu. „Tókstu nægilega fast á því?“ spurði Helgi. 

„Ég ætla bara að tala fyrir mín ummæli en ekki ummæli annarra,“ svaraði Katrín sem er sama svar og hún hefur áður gefið við fjölmiðla spurð um þetta málefni. Hélt hún sig við það svar þegar Helgi þrýsti á hana að svara.

Um útlendingamál sagði Katrín að henni hafi alltaf þótt málaflokkurinn kalla á það að vandað sé til verka.  „Það er annars vegar krafa um það að við séum með lög og regluverk sem sé skýrt og gegnsætt og hins vegar að við tökum tillit til hvers og eins einstaklings. Þetta er málaflokkur sem er vandmeðfarinn.“

„Forsætisráðherrann Katrín er náttúrulega bara manneskjan Katrín og forsetinn er væntanlega bara manneskja,“ sagði Katrín. Spurð hvort hún hefði brugðist öðruvísi við ummælum Bjarna sem forseti svaraði hún ekki. 

Hér má horfa á Pressu í heild sinni þar sem forsetaframbjóðendurnir fjórir mættust. Fyrri helmingur þáttarins er aðgengilegur öllum en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár