Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.

„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Sigríður Hrund Pétursdóttir sagði undirskriftasöfnunina hafa verið lærdómsríkt ferli. Mynd: Aðsend

Þakklæti er Sigríði Hrund Pétursdóttur efst í huga nú þegar hillir undir að hún og aðrir forsetaframbjóðendur þurfa að skila tilskildum fjölda meðmælenda, alls 1.500 talsins, til að mega bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún hefur safnað meðmælendum frá því að hún tilkynnti um framboð í janúar síðastliðnum, í fimmtugsafmæli sínu. Framboð hennar hófst því með sannkallaðri veislu en hefur ekki verið leikur einn fyrir Sigríði. Á miðvikudag þegar Heimildin ræddi við Sigríði Hrund var hún ekki búin að ná tilskildu lágmarki meðmælenda „en ég mun safna alveg fram á síðustu sekúndu“, sagði Sigríður.  

Sigríður Hrund sagði að hún væri ekki stressuð yfir stöðunni. Ferlið hefði reynst henni lærdómsríkt og þá sérstaklega að læra um leið og hún gerði. „Ég þurfti að koma snemma fram til þess að fólk myndi vita hver ég væri. Það er kannski munurinn á því að vera ekki í pólitík, ekki í opinberu starfi …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár