Egill Steingrímsson, dýralæknir og einn af umsækjendum um nýtt sviðsstjórastarf hjá Matvælastofnun (MAST), segist vera vonsvikinn að hafa ekki fengið starfið. Hann segir að valið hafi á endanum staðið á milli hans og Þorleifs Ágústssonar fiskalífeðlisfræðings og Matvælastofnun hafi tjáð honum að hann hafi skort stjórnunarreynslu í starfið. „Ég er vonsvikinn og hef óskað eftir rökstuðningi frá MAST fyrir þessari ákvörðun,“ segir hann við Heimildina. 23 umsækjendur voru um starfið.
Heimildin greindi frá ráðningu Þorleifs í starfið á föstudaginn þar sem hún vakti athygli hjá Matvælastofnun vegna skrifa hans um sjókvíaeldi í gegnum tíðina. Þorleifur sagði þá við Heimildina að hann væri vísinda- og fagmaður sem tæki ekki afstöðu með …
Athugasemdir