Ríkisstjórnin vill gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins kvóta í laxeldi við Íslandsstrendur um aldur og ævi. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi matvælaráðherra, sem í dag er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, og er nú til umræðu á Alþingi. Um er að ræða grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi sjókvíaeldis hér við land en hingað til hafa rekstrarleyfin í þessum iðnaði verið tímabundin í 16 ár. Frumvarpið var unnið í tíð Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu en eftir að ný ríkisstjórn var skipuð tók hún við innviðaráðuneytinu.
Þetta ákvæði hefur verið í drögunum að frumvarpinu allan tímann og hefur hingað til staðið óbreytt í gegnum athugasemdaferli í samráðsgátt stjórnvalda. Nær engin umræða hefur verið um þetta ákvæði laganna sem fram kemur í 33. grein frumvarpsins. Orðrétt segir í því: „Ótímabundin rekstrarleyfi. Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið. Rekstrarleyfi skulu sæta breytingum samkvæmt lögum …
Athugasemdir (10)