„Ég er auðvitað frændi Guðna [Ágústssonar] og hann frændi minn. Ég get ekkert að því gert og þá hann ekki heldur,“ segir Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð og nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ).
Vensl Trausta og Guðna og þátttaka þess síðarnefnda í að afla frænda sínum fylgi í formannsslag í BÍ með smölun, sem sem hver fjallkóngur hefði verið stoltur af, var fyrrum formanni BÍ, Gunnar Þorgeirssyni, tilefni til gagnrýni í viðtali við Heimildina á dögunum. Sannkölluð hallarbylting hafði þá átt sér stað í samtökunum og Gunnar lotið í lægra haldi fyrir Trausta.
Bæði Gunnar og fleiri viðmælendur Heimildarinnar höfðu lýst því hvernig Guðni í samstarfi við Þórólf Gíslason, Kaupfélagsstjóra í Kaupfélagi Skagfirðinga, og hans menn, hefðu lagst fast á árar með Trausta.
„Það vita allir að það þekkjast menn þarna frá fornu fari og hafi þeir eitthvað gert til …
Athugasemdir (4)