Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki í framboði af því að staða orkumálastjóra verður lögð niður

Halla Hrund Loga­dótt­ir er ekki í for­setafram­boði af því að staða henn­ar sem orku­mála­stjóri verð­ur lögð af með sam­ein­ingu stofn­ana sem heyra und­ir um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­ið. Ákvörð­un­in er miklu stærri en það.

Ekki í framboði af því að staða orkumálastjóra verður lögð niður
Forsetaframbjóðandi Halla Hrund er í launalausu leyfi frá störfum sem orkumálastjóri, stöðu sem hún hefur gegnt í fjögur ár, á meðan kosningabaráttan stendur yfir. Mynd: Golli

„Það að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands er miklu stærri ákvörðun en að hún tengist einhverjum breytingum hjá ólíkum stofnunum,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. 

Heimildin / Golli

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kynnt áform um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir ráðuneyti hans í þrjár: Náttúruverndar- og minjastofnun, Náttúruvísindastofnun og Loftslagsstofnun. Með þessum áformum leggst staða orkumálastjóra af en verkefni Orkustofnunar fara undir Loftslagsstofnun. Halla Hrund segir þessi áform ekki hafa áhrif á ákvörðun hennar um forsetaframboð. „Ég hef talað fyrir og unnið að hagsmunum almennings, hvort sem er í viðbrögðum við jarðhræringum í hitaveitumálum á Reykjanesi, í málefnum raforkuöryggis íbúa landsins og í umræðu um mikilvægi auðlinda okkar. Ég er búin að koma þeim málum sem ég tel mikilvægt að settar séu áherslur á í góðan farveg.“

Óskar Söru Lind velfarnaðar sem settur orkumálastjóri

Halla Hrund er í launalausu leyfi frá störfum sem orkumálastjóri og hefur Sara Lind Guðbergsdóttir verið sett tímabundið í embætti orkumálastjóra, til 2. júní. Frá þessu var greint á ríkisstjórnarfundi á föstudagsmorgun. Sara Lind er lögfræðingur og hefur starfað sem settur forstjóri Ríkiskaupa. Halla Hrund vildi sem minnst segja um ráðningu Söru Lindar en óskar henni velfarnaðar í starfi. „Og að henni gangi vel að vinna með þessu frábæra fólki sem starfar hjá Orkustofnun,“ segir Halla Hrund.  

Halla Hrund býður sig fram þar sem hún vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. „Ástæðan fyrir því að ég tek þetta skref núna er að ég hef auðvitað líka verið að vinna í öðrum málaflokkum. Ég hef reynslu að menntamálum, ég hef reynslu af menningarstarfi og jafnrétti og mig langar að lyfta þessum þáttum upp, tengja aðila saman, bæði hérna heima en líka erlendis, því forsetaembættið á líka svo marga möguleika á því að verða eins konar magnari alls þess góða hugvits og krafta sem koma fram í samfélaginu okkar. Þannig ég held að mínir kraftar geti nýst með enn betri hætti í þessu embætti og það er ástæðan fyrir því að ég tek þetta skref nú.“

Viðtalið við Höllu Hrund í heild sinni má nálgast hér.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár