Landskjörstjórn neitar að svara fyrirspurn Heimildarinnar um það hvaða forsetaframbjóðendur hafa náð tilskildum meðmælafjölda í rafrænni undirskriftasöfnun á island.is. Ráðlagði talsmaður landskjörstjórnar blaðamanni að leita frekar til frambjóðendanna sjálfra – sem eru þegar þessi frétt er skrifuð – 78 talsins.
Segja aðganginn aðeins til að kanna lögmæti
Í skriflegu svari Ástríðar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra landskjörstjórnar, til Heimildarinnar segir að landskjörstjórn hafi aðgang að meðmælendakerfinu „í þeim tilgangi að kanna lögmæti meðmæla og til að færa inn þau meðmæli sem skilað hefur verið á blöðum“. Tekur hún fram að tilgangur aðgangs landskjörstjórnar að upplýsingunum sé því fyrst og fremst að kanna lögmæti meðmælanna eftir að þeim hefur verið skilað.
„Hafa ber í huga að þrátt fyrir að einhver stofni söfnun meðmæla í hinu rafræna kerfi er ekki þar með sagt að viðkomandi einstaklingur skili inn framboði og þ.a.l. meðmælum,“ skrifar Ástríður. Tekur hún enn fremur fram að heimilt sé að safna meðmælum …
Athugasemdir