Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Katrín verður á biðlaunum í framboði

Katrín Jak­obs­dótt­ir til­kynnti fyrr í dag hún hygð­ist biðj­ast lausn­ar sem for­sæt­is­ráð­herra og segja af sér þing­mennsku vegna þess að hún ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Ís­lands. Sam­kvæmt lög­um um kjör þing­manna og æðstu emb­ætt­is­manna lands­ins mun Katrín fá greidd bið­laun í sex mán­uði eft­ir að hafa feng­ið lausn úr embætti.

Katrín verður á biðlaunum í framboði
Katrín Jakobsdóttir á rétt biðlaunum í sex mánuði. Mynd: Golli

Á meðan Katrín Jakobsdóttir er í framboði til embættis forseta Íslands mun hún þiggja full forsætisráðherralaun, að meðtöldu þingfarakaupi, í biðlaun í sex mánuði. Samkvæmt upplýsingum sem birtar eru á vef Alþingis nema mánaðarlegar launagreiðslur forsætisráðherra um 2.680.000 króna á mánuði.

Aðspurð hvort að hún muni verða á launum á meðan hún er í framboði segist Katrín gera ráð fyrir því án þess að hafa hugleitt það sérstaklega.

„Ég er að segja af mér þingmennsku. Væntanlega eru einhver biðlaun eða eitthvað slíkt. Ég hef eiginlega ekki velt því fyrir mér enn þá. En segi af mér þingmennsku og þá væntanlega nýt ég sömu réttinda og aðrir þingmenn sem hætta.“

Í lögum um þingafarakaup alþingismanna kemur fram að ráðherra eigi „rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaunum eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði.“

Katrín er búin að vera forsætisráðherra síðan árið 2017 og á því rétt á biðlaunum í sex mánuði frá og með deginum í dag.

Launin gætu verið hærri í raun

Mánaðarlegar greiðslur sem Katrín gæti átt von á næstu sex mánuði gætu þó verið ívið hærri en opinber gögn gefa til kynna. En lög um laun forseta og annarra háttsettra embætti eru í uppnámi eftir að Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að halda sig við upphaflega launaútreikninga - útreikninga sem þáverandi fjármálaráðherra reyndi að breyta eftir að Fjársýsla ríkisins tilkynnti að launin höfðu verið reiknuð út frá röngum viðmiðum. 

Í kjölfarið fengu þingmenn, ráðherrar, dómarar og aðrir embættismenn leiðréttingu launum sínum og endurgreiðslu á fjármunum sem fjármálaráðherra krafði þá um að endurgreiða á sínum tíma. 

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hver kostnaður ríkissjóðs vegna launaleiðréttingarinnar muni verða. Í frétt Heimildarinnar frá síðasta mánuði tilkynnti talsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ráðherra væri búinn að skipa starfshóp um breytingar á gildandi fyrirkomulagi æðstu embættismanna. 

Eitt af verkefnum hópsins er leggja mat á kostnaðinn við leiðréttinguna og birta matið í samantekt um greiðslur ríkisins vegnaa leiðréttingar í launaviðmiðunum. Þessi skýrsla hefur enn ekki verið birt.    

Launin koma sér vel í framboði 

Ljóst er að biðlaunin munu koma sér vel fyrir Katrínu en framboð til embættis forseta Íslands er kostnaðarsamt verkefni. Í nýlegri frétt Heimildarinnar var sagt frá því að í kosningunum ári 2016, þar sem sitjandi forseti var ekki í framboði, hafi fjórir frambjóðendur sem fengu flest atkvæði samanlagt eytt 109 milljónum króna á núvirði í framboð sín.

Guðni Th. Jóhannesson eyddi um 35 milljónum króna í sitt framboð að núvirði. Framboð Höllu Tómasdóttur, sem fékk næstflest atkvæði á eftir Guðna, kostaði rúmlega 13 milljónir króna og Andri Snær Magnason eyddi 21 milljónum króna í sitt framboð.

Dýrasta framboðið var þó rekið af Davíð Oddssyni sem varði samtals um 40 milljónum króna í sína kosningabaráttu. Þar af lagði Davíð sjálfur til um 15,4 milljónir króna. Þá styrkti eiginkona hans framboðið einnig um 560 þúsund krónur að núvirði.   

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefan Hreiðarsson skrifaði
    Hefði átt að gera við hana starfslokasamning að hætti banka og fjármálafyrirtækja......
    0
  • Djö….bruðl!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár