Framboð Katrín Jakobsdóttur til forseta var rætt í Pressu í dag. Þegar þátturinn var tekinn upp var Katrín þó ekki búin að tilkynna framboð sitt. Við umræðuborðið sat Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, ásamt þeim Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi og Sjálfstæðismanni. „Mig grunar nú að boltinn fari að rúlla frekar hratt í dag,“ sagði Elliði forspár.
„Þetta er auðvitað mjög traustur meirihluti, 38 þingmenn, sem að hefur unnið að mjög mörgum góðum málum,“ sagði Orri Páll. „Ég sé ekki nein teikn um annað en að við getum haldið áfram að starfa saman í góðu trausti.“
Elliði sagði að honum þætti ríkisstjórnin bráðum vera búin að sitja einu kjörtímabili of lengi. „Ég studdi hana á seinasta kjörtímabili en ég hef ekki verið hrifinn af því hvernig fram hefur verið gengið.“ Honum þykir kyrrstaðan allt of mikil og of mikið af innantómum loforðum.
„Ég …
Athugasemdir