Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka brilljant

Jóni Gn­arr finnst um­hugs­un­ar­vert að Katrín Jak­obs­dótt­ir, mann­eskja í ráð­andi póli­tískri stöðu, blandi sér í bar­áttu um for­seta­embætt­ið með það for­skot sem hún hef­ur um­fram aðra.

Framboð Katrínar lýðræðislega umhugsunarvert en kannski líka brilljant
Vill verða forseti Jón Gnarr tilkynnti á þriðjudag að hann byði sig fram til forseta Íslands. Mynd: Golli

K

atrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti á föstudag að hún ætlaði að bjóða sig fram til forseta Íslands. Hún yrði við það fyrsti sitjandi forsætisráðherrann í Íslandssögunni til að gera slíkt.

Í viðtali við Heimildina segir Jón Gnarr, sem er líka í framboði, að mögulegt framboð Katrínar sé sögulegt, og mjög athyglisvert. „Ég gæti talið margt gegn því og mér finnst svolítið umhugsunarvert að manneskja í ráðandi pólitískri stöðu blandi sér í svona baráttu með það forskot sem hún hefur umfram aðra. Ég veit ekki betur en að forsætisráðherra sé í stanslausum ferðum um landið sem forsætisráðherra sem margt af þessu fólki er að reyna að safna pening til að geta gert. En hún hefur verið á vegum ríkissjóðs að gera það. Ég held að það mætti alveg skoða að telja það sem ákveðna kosningabaráttu sem væri þá ekki alveg ærleg. Það væri þá falin kosningabarátta. En svo þarf það ekkert að vera þannig. 

Mér finnst þetta umhugsunarvert út frá siðferðilegu og lýðræðislegu sjónarmiði. Ég á ekki von á öðru en að Katrín muni fá harða gagnrýni einmitt fyrir þetta. Ég held að það gæti orðið svolítið þungur róður. Það þarf þó ekkert að vera algjörlega rangt að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til forseta. Það getur alveg verið að það sé algjörlega brilljant. Mér finnst að minnsta kosti spennandi að vera hluti af þeim kosningum sem það gerist.“

Með hlutverk við ríkisstjórnarmyndun

Það eru ýmis pólitísk úrlausnarefni sem lenda á borði forseta. Hann heldur til að mynda utan um veitingu stjórnarmyndunarumboðs og hefur hlutverki að gegna í stjórnarmyndun, þótt deilt sé um hversu raunverulegt það hlutverk sé.

Næstu þingkosningar verða í síðasta lagi haustið 2025, og mögulega fyrr. Það mun því fljótt reyna á nýjan forseta í þessu hlutverki. Sitjandi forseti fékk bæði kosningar og margra mánaða stjórnarkreppu í fangið á fyrsta hálfa árinu eftir að hann tók við embætti þar sem stjórnarmyndunarumboðið gekk á milli leiðtoga eins og kefli í boðhlaupi með of mörgum keppendum. Fyrir liggur, samkvæmt könnunum, að níu stjórnmálaflokkar gætu átt ágætis möguleika á því að ná inn fulltrúa á þing og miklar tilfærslur hafa orðið á fylgi flokka frá síðustu kosningum. Allt þetta gæti leitt til flókinnar stöðu sem forseti þyrfti að koma að.

Að mati Jóns er það stór hluti af sameiningarhlutverki forsetans að leggja sitt af mörkum við myndum ríkisstjórnar. „Að hjálpa til og leggja eitthvað til málanna um að mynda stjórn yfir landinu. Ég myndi taka það mjög alvarlega og leggja mjög hart af mér við að reyna að miðla málum ef þess þarf með.“

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jakob Bragi Hannesson skrifaði
    Já, kannski í ráðandi ,,pólitískri" stöðu en skilur eftir sig VG í 5% fylgi. Hún hefur ekkert forskort þar sem störf hennar hafa öll verið í þjónkun við elítu landsins. Hún hefur skilið eftir sig sviðna jörð í pólitíkinni og flokkur hennar er við það að þurrkast út.
    1
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Feiti hestuinn hefur farið í megrun. Kv.Siggi.
    -5
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Í tilfelli Katrínar er ekki u7m neitt siðferði að ræða þar sem konan sú virðist siðlaus með öllu
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár