Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Ég veit ekki hvað Framsókn fékk í staðinn“

Frá­far­andi formað­ur Bænda­sam­taka Ís­lands seg­ir að vinnu­brögð­in við ný­sam­þykkt­ar breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um hafi ver­ið „subbu­leg“. Af­urða­stöðv­um hafi ver­ið leyft að stýra för. Hann er hugsi yf­ir hæfi for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar í mál­inu.

„Ég veit ekki hvað Framsókn fékk í staðinn“
Bændur fyrir borð Gunnar Þorgeirsson var formaður Bændasamtakanna frá árinu 2020 og þar til í síðasta mánuði. Hann segist una niðustöðu kosninganna en það sé tæplega tilviljun að Samtökin hafi tekið 180 gráðu beygju gagnvart umdeildri lagabreytingu, í kjölfar úrslitanna. Þar hafi hagsmunir annarra en bænda ráðið för. Mynd: Golli

„Afurðastöðvarnar stýrðu þessu. Það voru ekki bændur sem gerðu það, það er langur vegur frá,“ segir Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formaður Bændasamtaka Íslands, í viðtali við Heimildina, um nýsamþykkta breytingu á búvörulögum. Lengri útgáfa viðtalsins verður birt á vef Heimildarinnar auk þess sem hluti viðtalsins verður birtur í Pressu.

Gunnar ræðir þar um um nýsamþykkta breytingu á búvörulögum og atburðarásina í aðdraganda lagasetningarinnar. Hún færir afurðastöðvum, fyrirtækjum sem taka við, slátra og vinna úr kjötafurðum bænda, heimildir til víðtæks samráðs um verðlagningu, skipulag markaðar og sameiningu. Þar með var vikið til hliðar ákvæðum samkeppnislaga sem leggja blátt bann við sömu háttsemi fyrirtækja á öllum öðrum mörkuðum, að viðlögðum háum fjársektum og jafnvel fangelsisrefsingu stjórnenda þeirra.

Gunnar laut í lægra haldi í formannskosningu í Bændasamtökunum í byrjun síðasta mánaðar. Ekki löngu síðar gerði meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis róttækar breytingar á frumvarpi sem Bændasamtökin höfðu áður varað við að tryggðu bændum ekki bættari kjör. …

Kjósa
60
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Samkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Íslands til ESA óljós - svöruðu með hlekk á lagasafn þingsins
FréttirSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Svör Ís­lands til ESA óljós - svör­uðu með hlekk á laga­safn þings­ins

Ís­lensk stjórn­völd svara því ekki með af­ger­andi hætti í svari til ESA hvort þau telji sam­keppn­isund­an­þág­ur sem al­þingi sam­þykkti í vor, stand­ast EES-samn­ing­inn. Loð­in og óskýr svör eru við flest­um spurn­ing­um ESA. Mat­væla­ráðu­neyt­ið svar­aði spurn­ing­um um harð­ort bréf sitt til Al­þing­is með því að senda ESA bréf­ið og hlekk á laga­safn þings­ins.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Formaður BÍ: Innflutningur afurðastöðva „ekki beint í samkeppni við bændur“
ViðtalSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Formað­ur BÍ: Inn­flutn­ing­ur af­urða­stöðva „ekki beint í sam­keppni við bænd­ur“

Formað­ur Bænda­sam­tak­anna seg­ist treysta því að stór­fyr­ir­tæk­in í land­bún­aði muni skila bænd­um ávinn­ingi af nýj­um und­an­þág­um frá sam­keppn­is­lög­um. Hann við­ur­kenn­ir að litl­ar sem eng­ar trygg­ing­ar séu þó fyr­ir því. Það hafi þó ver­ið mat hans og nýrr­ar stjórn­ar að mæla með breyt­ing­un­um.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár