Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áhrif yfirvofandi framboðs Katrínar og leikskólamál í Reykjavík

Þrí­skipt­ur þátt­ur af Pressu verð­ur send­ur út í beinu streymi á föstu­dag.

Áhrif yfirvofandi framboðs Katrínar og leikskólamál í Reykjavík
Hver verða áhrifin? Pressa mun kafa ofan í spurninguna um hvað gerist ef Katrín Jakobsdóttir lætur af embætti forsætisráðherra á miðju kjörtímabili.

Getur ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lifað af án Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra? Þeirri spurningu verður varpað fram í pallborðsumræðum í beinni útsendingu í þjóðmálaþættinum Pressu í hádeginu í dag, föstudag. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sest við umræðuborðið ásamt þeim Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi og Sjálfstæðismanni.

Þingflokkur Vinstri grænna bíður átekta eftir tilkynningu formannsins en lengi hefur verið talað um að stjórnarsamstarfið byggi ekki síst á því mikla trausti sem ríkir á milli Katrínar, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar. Elliði hefur hins vegar hvatt Katrínu til forsetaframboðs og fullyrti um miðjan síðasta mánuð að hún yrði kjörin næsti forseti. Björn Leví hefur á sama tíma verið afar gagnrýninn á áformin og aðdraganda tilkynningar hennar. 

Að loknum þeim umræðum beinum við sjónum að nýsamþykktum lögum sem hafa þær afleiðingar að afurðastöðvar í landbúnaði mega nú stunda samráð sem áður var ólögmætt samkvæmt íslenskum lögum. Um er að ræða lagabreytingu sem stjórnendur afurðastöðva sem framleiða lamba-, kjúklinga- og svínakjöt hafa lengi stefnt að og til stóð að keyra í gegnum Alþingi fyrir nokkrum árum, en var þá stöðvað eftir harða andstöðu Samkeppniseftirlitsins, Neytendasamtaka og ýmissa hagaðila í verslun og þjónustu. Við ræðum við Gunnar Þorgeirsson, fráfarandi formann Bændasamtaka Íslands, sem segir það varla tilviljun að samtökin hafi tekið 180 gráðu beygju í afstöðu sinni til málsins, í kjölfar formannsskipta á dögunum.

Í síðasta hluta Pressu verður sjónum svo beint að leikskólamálum í Reykjavík. Nú stendur fyrir dyrum hin svokallaða stóra leikskólaúthlutun, þar sem foreldrum í Reykjavík er tilkynnt hvort börn þeirra fái dagvistun á leikskólum næsta vetur. Langir biðlistar eru í borginni og víðar og þegar ljóst að margir koma til með að lenda í vandræðum og verða án úrræða á komandi vetri. Árealía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ræða málin. 

Pressa er send út í beinni útsendingu af ritstjórnarskrifstofu Heimildarinnar klukkan 12.00 alla föstudaga. Hægt er að horfa á útsendinguna á vefnum Heimildin.is. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár