Norska öryggislögreglan (PST) varar Norðmenn við notkun á samskiptamiðlinum Tiktok vegna þess að stjórnvöld í Kína geti með því fengið aðgang að viðkvæmum og persónulegum upplýsingum um þá. Þessi umræða í Noregi hefur komið upp í kjölfarið á því að fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti lagafrumvarp um að setja forsvarsmönnum TikTok afarkosti um að annaðhvort slíta öll tengsl við kínverska eigendur sína eða verða bannað í Bandaríkjunum. Fjallað var um þessar áhyggjur yfirvalda í Noregi í viðtali við yfirmann gagnnjósna hjá norsku öryggislögreglunni PST, Inger Haugland, í viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv í lok mars.
Í viðtalinu segir Haugland að sú skylda hvíli á öllum einstaklingum, samtökum og fyrirtækjum í Kína að aðstoða leyniþjónustu landsins við upplýsingasöfnun ef viðkomandi aðilar eru beðnir um það. Í þessu felst einnig mögulega að forsvarsmönnum TikTok geti verið gert að afhenda kínverskum stjórnvöldum upplýsingar um notendur …
Athugasemdir (2)