Ísland gerði ekkert mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Kína út frá þjóðaröryggi
Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að engar heimildir séu til í íslenskum lögum sem heimila eftirlit með rannsóknarmiðstöðvum eins og þeirri sem heimskautamiðstöð Kína og Ísland reka á Kárhóli. Hún segir að samskipti Íslands við NATO um miðstöðina séu háð trúnaði.
FréttirKína og Ísland
2
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi enga aðkomu að rannsóknarmiðstöð kínverskrar ríkistofnunar á Kárhóli í Þingeyjarsýslu. Hún svaraði spurningum Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi.
FréttirKína og Ísland
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
Málefni norðurljósarannsóknarmiðstöðvar Kínversku heimskautastofnunarinnar í Þingeyjarsýslu hafa aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð Íslands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eftirlit með rannsóknarmiðstöðinni sé hendi ráðherra háskólamála. NATO hefur meðal annars haft áhyggjur af rannsóknarmiðstöðinni.
FréttirKína og Ísland
1
Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur spurt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra spurninga um kínversku rannsóknarmiðstöðina á Kárhóli í Þingeyjarsýslu. NATO og nágrannaríki Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar vegna mögulegra áhrifa á þjóðaröryggi. Íslensk stjórnvöld hafa haft litla yfirsýn yfir starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar.
FréttirKína og Ísland
3
Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
Sérfræðingar í þjóðaröryggismálum fjalla um norðurljósarannsóknarmiðstöð Kína á Kárhóli í ritgerð. Einn af höfundunum, Gregory Falco, segir að staðsetning rannsóknarmiðstöðvarinnar á Íslandi sé of mikil tilviljun í hans huga. NATO og önnur ríki á norðurhveli jarðar hafa áhyggjur af því að Kína stundi eftirlit og njósnir á Íslandi í gegnum miðstöðina.
FréttirKína og Ísland
1
NATO hefur lýst áhyggjum af rannsóknarmiðstöð Kína um norðurljósin
Norðurljósarannsóknarmiðstöð Íslands og Kína að Kárhóli í Þingeyjarsýslu hefur verið vandræðamál inni í stjórnkerfinu um nokkurra ára skeið. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi utanríkisráðherra, furðaði sig á miðstöðinni eftir að hann varð utanríkisráðherra. Rannsóknarmiðstöðin virðist hafa verið ákveðin og byggð nánast án pólitískrar aðkomu eða eftirlits.
FréttirKína og Ísland
Kína verðlaunar Ísland fyrir að sleppa ferðatakmörkunum
Ein af ástæðum þess að kínverska ríkið hefur ákveðið að heimila aftur sölu á hópferðum kínverskra ferðamanna til Íslands er að engar ferðatakmarkanir vegna Covid eru í gildi gegn Kínverjum hér á landi. Ísland er eitt af 40 löndum í heiminum sem ákvörðun kínverska ríkisins gildir um. Kína er ánægt með að Ísland hafi ekki fylgt Evrópusambandinu eftir og innleitt ferðatakmarkanir hér á landi.
FréttirKína og Ísland
Kínverska ríkið setur 700 til 800 milljónir í rannsóknarmiðstöð um norðurljósin
Þegar samskipti Íslands og Kína voru sem best á árunum eftir hrunið var ákveðið að byggja norðurljósamiðstöð í Þingeyjarsýslu sem var liður í samstarfi ríkjanna. Kína fjármagnar verkefnið alfarið í gegnum norðurskautastofnun sína. Framkvæmdastjóri sjálfseignarstofnunar um miðstöðina segir að hún hafi verið notuð í verkefnið þar sem Kína hafi ekki mátt eiga landið sjálft.
Mest lesið undanfarið ár
1
Rannsókn
9
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
5
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.