Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kína verðlaunar Ísland fyrir að sleppa ferðatakmörkunum

Ein af ástæð­um þess að kín­verska rík­ið hef­ur ákveð­ið að heim­ila aft­ur sölu á hóp­ferð­um kín­verskra ferða­manna til Ís­lands er að eng­ar ferða­tak­mark­an­ir vegna Covid eru í gildi gegn Kín­verj­um hér á landi. Ís­land er eitt af 40 lönd­um í heim­in­um sem ákvörð­un kín­verska rík­is­ins gild­ir um. Kína er ánægt með að Ís­land hafi ekki fylgt Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir og inn­leitt ferða­tak­mark­an­ir hér á landi.

Kína verðlaunar Ísland fyrir að sleppa ferðatakmörkunum
Ísland fær klapp á bakið Ísland fær klapp á bakið frá Kínverjum fyrir að taka ekki upp harðari ferðatakmarkanir gagnvart kínverskum ferðamönnum. He Rulong er sendiherra Kína á Íslandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ein af ástæðum þess að kínverska ríkið hefur ákveðið að heimila aftur sölu á pakkaferðum fyrir kínverskra ferðamenn til Íslands í kjölfar Covid-faraldursins er að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gaf það út í byrjun ársins að engar sérstakar ferðatakmarkanir yrðu settar á Kínverja sem koma hingað til lands. Þetta kemur fram í svari frá  kínverska sendiráðinu á Íslandi við spurningum Heimildarinnar.

Ísland er eitt af 40 löndum sem er á lista Kína yfir lönd sem byrja má að selja pakkaferðir til aftur eftir bann við slíkum ferðum út af Covid-faraldrinum, líkt og kínverska sendiráðið greindi frá í síðustu viku í tilkynningu til fjölmiðla. Fréttastofa RÚV fjallaði þá meðal annars um ákvörðunina í kvöldfréttum sínum

„Í upphafi þessa árs tilgreindi íslenski utanríkisráðherrann að engar auka ferðatakmarkanir yrðu settar á ferðamenn frá Kína til að komast inn til Íslands“
Úr svari kínverska sendiráðsins

Í svari kínverska sendiráðsins til Heimildarinnar segir um þetta: „Í upphafi þessa árs tilgreindi íslenski utanríkisráðherrann að engar auka ferðatakmarkanir yrðu settar á ferðamenn frá Kína til að komast inn til Íslands. Þessi niðurstaða byggði á vísindalegum rannsóknum.  Íslenskir sérfræðingar í lýðheilsumalum og embætti ferðamálastjóra studdu þessa niðurstöðu. Þetta er ástæðan fyrir því af hverju Ísland á vel skilið að vera á listanum.

Jöfn og mikil fjölgun í tíu ár

Í svari kínverska sendiráðsins kemur fram fram hversu mikil fækkun hefur verið á komu kínverskra ferðamanna hingað til lands vegna Covid á síðustu árum. Í fyrra komu eingöngu rúmlega 26 þúsund ferðamenn fra Kína hingað til lands á meðan þeir voru 114 þúsund árið 2019.

Koma kínverskra ferðamanna hafði aukist jafnt og þétt á hverju ári frá 2010 þegar einungis rúmlega 5 þúsund ferðamenn frá landinu komu hingað til lands en Covid setti svo strik í reikninginn. Til marks um þetta má benda á að í fyrra komu jafn margir ferðamenn frá Kína hingað til lands og árið 2014.

Koma fleiri ferðamanna frá Kína hingað til lands getur því skipt máli fyrir þjóðarbúið og íslensk ferðaþjónustufyrirtæki.  Árið 2019 var Kína í fjórða sæti yfir þau lönd sem áttu flesta ferðamenn sem komu hingað til lands. 

Kína var ósátt við ferðatakmarkanir Evrópusambandsins

Ákvörðun Kína er tekið í kjölfarið á því að Evrópusambandið ákvað að setja takmarkanir á möguleika kínverskra ferðamanna til að ferðast til landa þess í upphafi ársins. Þetta var gert vegna Covid-faraldursins þar í landi og byggði ákvörðunin á tilmælum frá leiðtogaráði Evrópusambandsins. Ísland ákvað hins vegar að setja engar slíkar ferðatakmarkanir hér á landi. Meðal þess sem Evrópusambandið ákvað að gera var að skikka kínverska ferðamenn til að taka Covid-próf áður en þeir heimsækja ríkin. Bandaríkin, Indland og Bretland voru meðal annarra ríkja sem einnig tóku upp hertari ferðatakmarkanir gagnvart Kínverjum í upphafi ársins. 

Út frá svari sendiráðs Kína er ljóst að þessi ákvörðun Íslands, að setja engar ferðatakmarkanir á Kínverja, spilaði stórt hlutverk í þeirri ákvörðun kínverska ríkisins að leyfa aftur hópferðir kínverskra ferðamanna til Íslands. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kína og Ísland

Áhyggjur Norðmanna af njósnum Kína og spegilmyndin Ísland
FréttirKína og Ísland

Áhyggj­ur Norð­manna af njósn­um Kína og speg­il­mynd­in Ís­land

Yf­ir­völd ör­ygg­is­mála í Nor­egi hafa áhyggj­ur af mögu­legri mis­notk­un yf­ir­valda í Kína á sam­skiptamiðl­in­um TikT­ok. In­ger Haug­land hjá norsku ör­ygg­is­lög­regl­unni PST var­ar Norð­menn við að nota mið­il­inn. Ís­land er eft­ir­bát­ur hinna Norð­ur­land­anna í varn­ar- og netör­ygg­is­mál­um og er ekki með sams kon­ar við­bún­að og þau gagn­vart mögu­leg­um njósn­um er­lendra ríkja eins og Kína og Rúss­lands.
Ísland gerði ekkert mat á starfsemi rannsóknarmiðstöðvar Kína út frá þjóðaröryggi
FréttirKína og Ísland

Ís­land gerði ekk­ert mat á starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kína út frá þjóðarör­yggi

Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir að eng­ar heim­ild­ir séu til í ís­lensk­um lög­um sem heim­ila eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöðv­um eins og þeirri sem heim­skautamið­stöð Kína og Ís­land reka á Kár­hóli. Hún seg­ir að sam­skipti Ís­lands við NATO um mið­stöð­ina séu háð trún­aði.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Hún svar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Katrín: Starfsemi kínversku rannsóknarmiðstöðvarinnar aldrei farið fyrir þjóðaröryggisráð
FréttirKína og Ísland

Katrín: Starf­semi kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð

Mál­efni norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar Kín­versku heim­skauta­stofn­un­ar­inn­ar í Þing­eyj­ar­sýslu hafa aldrei far­ið fyr­ir þjóðarör­ygg­is­ráð Ís­lands. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lit með rann­sókn­ar­mið­stöð­inni sé hendi ráð­herra há­skóla­mála. NATO hef­ur með­al ann­ars haft áhyggj­ur af rann­sókn­ar­mið­stöð­inni.
Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni
FréttirKína og Ísland

Þing­mað­ur spyr Katrínu um eft­ir­lit með kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­inni

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, hef­ur spurt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra spurn­inga um kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­ina á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. NATO og ná­granna­ríki Ís­lands hafa lýst yf­ir áhyggj­um af starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar vegna mögu­legra áhrifa á þjóðarör­yggi. Ís­lensk stjórn­völd hafa haft litla yf­ir­sýn yf­ir starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar.
Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
FréttirKína og Ísland

Önn­ur ríki hafa áhyggj­ur af norð­ur­ljósamið­stöð Kína á Ís­landi

Sér­fræð­ing­ar í þjóðarör­ygg­is­mál­um fjalla um norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Kína á Kár­hóli í rit­gerð. Einn af höf­und­un­um, Greg­ory Falco, seg­ir að stað­setn­ing rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar á Ís­landi sé of mik­il til­vilj­un í hans huga. NATO og önn­ur ríki á norð­ur­hveli jarð­ar hafa áhyggj­ur af því að Kína stundi eft­ir­lit og njósn­ir á Ís­landi í gegn­um mið­stöð­ina.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár