Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.

Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
Húsnæðisliðurinn mun brátt taka mið af líkani sem byggir á gögnum frá Húsnæði- og mannvirkjastofnun Mynd: Bára Huld Beck

Í tilkynningu sem Hagstofan sendi frá sér í dag var greint frá því að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,80 prósent frá því í síðasta mánuði. Þar kemur fram að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hafi vegið þungt. En hún hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga stendur því nú í 6,8 prósentum.  

Í sömu fréttatilkynningu er greint frá því að í júní muni Hagstofan taka upp nýja aðferð við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs. Í nýrri nálgun verða húsaleiguígildi notuð við útreikning á reiknaðri húsaleigu. 

Nýtt líkan sem byggir á gögnum HMS

Mælingar á húsaleiguígildi byggja að á gagnasafni um leigusamninga sem finna má nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Með breytingu á húsleigulögum árið 2022 fékk HMS greiðar aðgengi af upplýsingum um stóran hluta leigumarkaðarins.

Snemma árs tilkynnti að HMS að tekin hefði verið upp ný og uppfærð leiguskrá sem byggir á bættu aðgengi að leigusamningum.

Með þessum gögnum gefst Hagstofunni tækifæri til þess að búa til líkan sem nær yfir allt íbúðarhúsnæði óháð því hvort um leiguhúsnæði eða eigið húsnæði er að ræða. 

Sveiflur á fjármálamörkuðum bjöguðu fyrri mælingar

Í greinargerð sem fylgir með tilkynningunni segir að vinna við að innleiða nýja aðferðafræði við mat á húsnæðisliðnum hafi staðið yfir síðan 2019. Allt frá tíunda áratugnum hefur verið notast við aðferðafræði sem er nefndur „einfaldur notendakostnaður.“ 

Greinarhöfundar segja að þessi aðferðafræði hafi gefið ágæta raun um nokkurt skeið. Hins vegar hafi sérfræðingar Hagstofunnar orðið varir við að þegar reiknuð húsaleiga er borin saman við greidda húsaleigu yfir 20 ára tímabil megi glöggt sjá töluverð frávik á þremur mismunandi tímabilum. Fyrst um sinn hafi þessar mælingar fylgst að en eftir 2004 fer að verða vart við töluverðan mun á þróun greiddu og reiknuðu húsaleigunnar. 

Árin 2004 til 2009 var reiknuð húsaleiga metin talsvert meiri en greidd húsaleiga. Síðan á árunum eftir hrun, 2009 til 2017, lækkaði reiknuð húsaleiga en greidd leiga fór hækkandi. Þriðja og síðasta frávikstímbilið hófst árið 2021 þegar reiknuð húsleiga hækkar mun hraðar en mældar hækkanir á greiddri húsaleigu. 

Telja skýrsluhöfundar að þessi frávik megi að mestu leyti rekja til skyndilegra breytinga í fasteignaverði sem komi til vegna sviptinga sem hafa átt sér stað á fjármálamörkuðum hér landi undanfarin 20 ár.

Árið 2004 jókst framboð á lánsfé þegar viðskiptabankarnir hófu samkeppni við Íbúðalánasjóð. Fjármálahrunið snéri þeirri þróun síðan við en sama tíma varð vöxtur á leigumarkaði. Að lokum má nefna lágvaxtaskeiðið sem hófst um mitt ár 2021. 

Forsendur nýrrar aðferðafræði

Í skýrslunni kemur fram að ein ástæðan fyrir því að ákveðið var við að notast við notendakostnaðaraðferðina var vegna þess að leigumarkaðurinn var talinn of lítill á Íslandi til notast við aðferð húsaleiguígildis. Á tíunda áratugnum voru um 15% heimila í landinu á leigumarkaði.  

Á síðustu áratugum hefur leigmarkaðurinn hins vegar stækkað og eru nú um 20% heimila landsins á leigumarkaði. Þetta hlutfall hefur þó sveiflast mikið. Hlutfall heimila á leigumarkaði var yfir 30% á árunum 2017 og 2018 en hrundi síðan niður 23% árið 2021.    

Nú er talið að um 20-25% heimila í landinu séu á leigumarkaði. Fjöldi heimila í landinu er talinn vera 130 þúsund svo talið er að 26 til 32 þúsund virkir leigusamningar séu um þessar mundir. 

Gæði gagna bættir upp fyrir smæð leigumarkaðarins

Hins vegar segir í skýrslunni að almennt sé talið að til þess að hægt sé að notast við húsleiguígildisaðferðina við útreikning á vísitölu neysluverðs þurfi hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsnæði að vera yfir 25 prósent. Ísland er rétt undir þeim mörkum. 

Hagstofan telur þó að gæði þeirra gagna sem eru þeim nú aðgengilegar muni koma til með að vega upp á móti hugsanlegri bjögun sem stafar af smæð íslenska leigumarkaðarins. Leigugrunnur HMS hefur að geyma um 22 þúsund leigusamninga sem er drjúgur hluti af þeim leigusamningum eru taldir vera virkir. 

Mun líkanið byggja á því að finna íbúðir í gagnagrunni HMS sem eru sem líkastar þeirri íbúð sem verið er að meta húsaleiguígildi fyrir. Því má segja að með nýrri aðferð sé verið að fara gagnstæða leið til þess að meta húsnæðiskostnað, en fyrri aðferð notaðist við upplýsingar frá heimilum sem bjuggu í eigin húsnæði. 

Vonast er til þess að nýja aðferðafræðin dragi úr áhrifum sem skammtímasveiflur á fjármálamörkuðum hafa haft á mat Hagstofunnar á húsnæðisliðnum. Í greinargerðinni kemur þó fram að stór hluti leigusamninga hafi svokölluð verðtryggingarákvæði.

Áhrif mánaðarlegar breytingar á verðtryggingunni muni því hafa áhrif á líkanið og leiða til víxlverkunar milli mánaða.      

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár