Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur til­kynnt að Ís­land muni auka stuðn­ing við Úkraínu­her um 300 millj­ón­ir króna. Fjár­mun­irn­ir munu fara til kaupa á skot­vopn­um og í bún­að fyr­ir kven­kyns her­menn.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir
Kvenkyns hermönnum í úkraínska hernum hefur farið fjölgandi á síðastliðnum árum. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Ísland muni styðja við kaup Tékklands á skotvopnum fyrir Úkraínu og fjármagna kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum.

Gert er ráð fyrir að Ísland muni verja tveimur milljónum evra, eða því sem nemur tæplega 300 milljónum króna, í verkefnið. 

Lítið framboð hefur verið af skotfærum, að því er segir í tilkynningu. Því hefur Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Gegnir lið þetta lykilhlutverki fyrir varnir landsins. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að brýnt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu af krafti. „Þannig leggjum við ekki aðeins okkar af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og okkar eigin öryggishagsmunum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. 

Bjarni segir að stefnan um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir þinginu muni ramma stuðninginn inn til lengri tíma. „En á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi.“

Hlutfall kvenna í úkraínska hernum hefur vaxið mjög síðastliðin ár, einkum eftir innrás Rússa. Til að koma til móts við þarfir kvennanna mun einkennisfötum, skotheldum vestum auk læknis- og hreinlætisvara vera útvegað fyrir 75 milljónir króna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þegar ég verð forseti þá mun ég reka alla ráðherra valdstjórnarinnar . . .
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Engar áhyggjur Sveinn í Felli ég er að jafna mig,held að skaðinn sé ekki varanlegur. En áhyggjur af Úkraínu er eitthvað sem ég hef raunverulega.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég er nánast aldrei sammála Sjöllunum en þarna er ég til í að mæta þeim á miðri leið og get verið sammála um atriði sem mér finnst skipta máli. Það voru líka sumir að henda skít í Þórdísi Kolbrún þegar hún var ráðherra utanríkismála fyrir hennar afstöðu varðandi Úkraínu, en mér fannst hún gera vel þar. Og nú ætla ég að hætta, ég get ekki talað meira gott um Sjallana annars fer mér að líða undarlega.
    0
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Þessi skrýtna tilfinning kallast Stokkhólmsheilkennið...
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
4
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu