Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur til­kynnt að Ís­land muni auka stuðn­ing við Úkraínu­her um 300 millj­ón­ir króna. Fjár­mun­irn­ir munu fara til kaupa á skot­vopn­um og í bún­að fyr­ir kven­kyns her­menn.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir
Kvenkyns hermönnum í úkraínska hernum hefur farið fjölgandi á síðastliðnum árum. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Ísland muni styðja við kaup Tékklands á skotvopnum fyrir Úkraínu og fjármagna kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum.

Gert er ráð fyrir að Ísland muni verja tveimur milljónum evra, eða því sem nemur tæplega 300 milljónum króna, í verkefnið. 

Lítið framboð hefur verið af skotfærum, að því er segir í tilkynningu. Því hefur Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Gegnir lið þetta lykilhlutverki fyrir varnir landsins. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að brýnt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu af krafti. „Þannig leggjum við ekki aðeins okkar af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og okkar eigin öryggishagsmunum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. 

Bjarni segir að stefnan um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir þinginu muni ramma stuðninginn inn til lengri tíma. „En á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi.“

Hlutfall kvenna í úkraínska hernum hefur vaxið mjög síðastliðin ár, einkum eftir innrás Rússa. Til að koma til móts við þarfir kvennanna mun einkennisfötum, skotheldum vestum auk læknis- og hreinlætisvara vera útvegað fyrir 75 milljónir króna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þegar ég verð forseti þá mun ég reka alla ráðherra valdstjórnarinnar . . .
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Engar áhyggjur Sveinn í Felli ég er að jafna mig,held að skaðinn sé ekki varanlegur. En áhyggjur af Úkraínu er eitthvað sem ég hef raunverulega.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég er nánast aldrei sammála Sjöllunum en þarna er ég til í að mæta þeim á miðri leið og get verið sammála um atriði sem mér finnst skipta máli. Það voru líka sumir að henda skít í Þórdísi Kolbrún þegar hún var ráðherra utanríkismála fyrir hennar afstöðu varðandi Úkraínu, en mér fannst hún gera vel þar. Og nú ætla ég að hætta, ég get ekki talað meira gott um Sjallana annars fer mér að líða undarlega.
    0
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Þessi skrýtna tilfinning kallast Stokkhólmsheilkennið...
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár