Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur til­kynnt að Ís­land muni auka stuðn­ing við Úkraínu­her um 300 millj­ón­ir króna. Fjár­mun­irn­ir munu fara til kaupa á skot­vopn­um og í bún­að fyr­ir kven­kyns her­menn.

Ísland kaupir búnað fyrir konur í úkraínska hernum fyrir 75 milljónir
Kvenkyns hermönnum í úkraínska hernum hefur farið fjölgandi á síðastliðnum árum. Mynd: Óskar Hallgrímsson

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að Ísland muni styðja við kaup Tékklands á skotvopnum fyrir Úkraínu og fjármagna kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum.

Gert er ráð fyrir að Ísland muni verja tveimur milljónum evra, eða því sem nemur tæplega 300 milljónum króna, í verkefnið. 

Lítið framboð hefur verið af skotfærum, að því er segir í tilkynningu. Því hefur Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu. Gegnir lið þetta lykilhlutverki fyrir varnir landsins. 

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að brýnt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu af krafti. „Þannig leggjum við ekki aðeins okkar af mörkum til varnar íbúum landsins, heldur sömuleiðis alþjóðalögum í stærra samhengi og okkar eigin öryggishagsmunum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. 

Bjarni segir að stefnan um stuðning við Úkraínu sem nú liggur fyrir þinginu muni ramma stuðninginn inn til lengri tíma. „En á sama tíma ætlum við áfram að hreyfa okkur hratt og styðja við frumkvæðisverkefni af þessu tagi.“

Hlutfall kvenna í úkraínska hernum hefur vaxið mjög síðastliðin ár, einkum eftir innrás Rússa. Til að koma til móts við þarfir kvennanna mun einkennisfötum, skotheldum vestum auk læknis- og hreinlætisvara vera útvegað fyrir 75 milljónir króna.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    þegar ég verð forseti þá mun ég reka alla ráðherra valdstjórnarinnar . . .
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Engar áhyggjur Sveinn í Felli ég er að jafna mig,held að skaðinn sé ekki varanlegur. En áhyggjur af Úkraínu er eitthvað sem ég hef raunverulega.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Ég er nánast aldrei sammála Sjöllunum en þarna er ég til í að mæta þeim á miðri leið og get verið sammála um atriði sem mér finnst skipta máli. Það voru líka sumir að henda skít í Þórdísi Kolbrún þegar hún var ráðherra utanríkismála fyrir hennar afstöðu varðandi Úkraínu, en mér fannst hún gera vel þar. Og nú ætla ég að hætta, ég get ekki talað meira gott um Sjallana annars fer mér að líða undarlega.
    0
    • SÍF
      Sveinn í Felli skrifaði
      Þessi skrýtna tilfinning kallast Stokkhólmsheilkennið...
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár