Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bankamálaráðherra í Pressu

Þau Lilja Al­freðs­dótt­ir og Jó­hann Páll Jó­hanns­son verða gest­ir Pressu í há­deg­inu í dag. Þar ræða þau með­al ann­ars fyr­ir­hug­uð kaup Lands­bank­ans á TM og við­brögð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við þeim kaup­um.

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra bankamála, og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mæta í Pressu, sem sýnd er í beinni útsendingu á vef Heimildarinnar í hádegi hvern föstudag.

Tilkynning Landsbankans um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM hafa vægast sagt vakið hörð viðbrögð. Ekki síst þó hjá þeirri stofnun sem beinlínis hefur það hlutverk að fara með eignarhlut ríkisins í bankanum og eins hjá ráðherranum sem fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum. Lítið hefur heyrst í öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, utan þess að forsætis- og bankamálaráðherrar hafa aftekið með öllu að selja eigi hlut ríkisins í Landsbankanum, eins og fjármálaráðherra vill að verði gert. 

Er enn einu sinni að koma fram álitamál, sem ríkisstjórnin getur ekki fyrir sitt litla líf komið sér saman um?

Og hvað finnst bankamálaráðherranum, Lilju Alfreðsdóttur, um kauptilboðið og framgöngu samráðherra síns í kjölfar þess? Og hvað finnst henni um viðbrögð Bankasýslunnar í málinu? Samfylkingin gæti orðið langstærsti flokkur landsins, gangi skoðanakannanir eftir. Hver er stefna Samfylkingarinnar í málinu? 

Þessu verður vonandi svarað í Pressu í hádeginu í dag. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár