Íslenskir Tiktok notendur eru duglegir að deila myndböndum úr sínu daglega lífi á samfélagsmiðlinum. Hér að neðan eru nokkur Íslensk myndbönd sem gripu athygli blaðamanns Heimildarinnar í vikunni.
Herma eftir fólki í göngutúr
Í myndbandinu hér að neðan er ungur herramaður í göngutúr með mömmu sinni. Á undan þeim gengur kona og fer litli maðurinn að herma eftir göngulagi konunnar.
Gleymdi að fara úr bílnum
Áhrifavaldurinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir fór með bílinn sinn í smurningu. Vigdís gleymdi þó að fara úr bílnum áður en að bílnum var lyft upp á lyftunni. „Ég er í loftinu, inn í bílnum.“
Fór bara aftur heim
Hildur Bjarney Torfadóttir „fann ekki bílastæði í vinnunni í morgun, fór bara aftur heim. Lítur út fyrir að það sé nóg af fólki mætt.“
Átti að þrífa pallinn
„Þú átt ekki að þrífa mig! Þú átt að þrífa pallinn!“ Í stað þess að þrífa pallinn sprautar litli strákurinn pabba sinn.
Friðrik Dór talar um „mikilvægi trausts í samböndum“
„Ég er svo þakklátur fyrir allt traustið í mínu sambandi og þá kannski sérstaklega traustið sem Lísa ber til mín varðandi að taka pappírinn alltaf síðustu metrana,“ segir Friðrik Dór.
Athugasemdir