Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Einhvern tíma lýkur þessu og það var það sem við ákváðum að þora að segja“

Jarð­eðl­is­fræð­ingi, sem hef­ur spáð því að jarð­hrær­ing­um við Grinda­vík ljúki síð­sum­ars, finnst allt í lagi að menn fari að ræða það hvort Grind­vík­ing­ar gætu flutt aft­ur heim. Bráða­hætt­an virð­ist að hans mati af­stað­in.

Grímur Björnsson „Ég er dálítið bjartsýnn að eðlisfari. Mér finnst alltaf að ég eigi að leita að lausnum en ekki vandamálinu. Einhvern tíma lýkur þessu og það var það sem við ákváðum að þora að segja.“

Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birtu í gær grein þar sem þeir settu fram tímalínu um atburðina í Grindavík. Samkvæmt þeirra greiningu mun jarðhræringunum nálægt Grindavík ljúka síðsumars á þessu ári. 

Grímur segir þá alls ekki vera að spá því að svæðið á Reykjanesi í heild sinni sé að hætta. „Það er bara þessi tenging milli Svartsengis og Sundhnúks sem virðist vera að stífna. Það er að verða erfiðara fyrir kvikuna að finna sér stað þarna.“

Grímur var viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu.

„Einhvern tíma lýkur þessu“

Grímur segir það ekki hans að meta hvort að Grindvíkingar geti flutt heim skyldi eldvirknin róast niður á svæðinu. „En mér finnst allt í lagi að menn fari að ræða það.“ Það sé á hröðu undanhaldi að fólk geti fengið yfir sig hraunskvettu. Enn fremur sé komin góð reynsla á varnargarða og tækni til að eiga við hraunið komi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár