„Einhvern tíma lýkur þessu og það var það sem við ákváðum að þora að segja“

Jarð­eðl­is­fræð­ingi, sem hef­ur spáð því að jarð­hrær­ing­um við Grinda­vík ljúki síð­sum­ars, finnst allt í lagi að menn fari að ræða það hvort Grind­vík­ing­ar gætu flutt aft­ur heim. Bráða­hætt­an virð­ist að hans mati af­stað­in.

Grímur Björnsson „Ég er dálítið bjartsýnn að eðlisfari. Mér finnst alltaf að ég eigi að leita að lausnum en ekki vandamálinu. Einhvern tíma lýkur þessu og það var það sem við ákváðum að þora að segja.“

Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birtu í gær grein þar sem þeir settu fram tímalínu um atburðina í Grindavík. Samkvæmt þeirra greiningu mun jarðhræringunum nálægt Grindavík ljúka síðsumars á þessu ári. 

Grímur segir þá alls ekki vera að spá því að svæðið á Reykjanesi í heild sinni sé að hætta. „Það er bara þessi tenging milli Svartsengis og Sundhnúks sem virðist vera að stífna. Það er að verða erfiðara fyrir kvikuna að finna sér stað þarna.“

Grímur var viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu.

„Einhvern tíma lýkur þessu“

Grímur segir það ekki hans að meta hvort að Grindvíkingar geti flutt heim skyldi eldvirknin róast niður á svæðinu. „En mér finnst allt í lagi að menn fari að ræða það.“ Það sé á hröðu undanhaldi að fólk geti fengið yfir sig hraunskvettu. Enn fremur sé komin góð reynsla á varnargarða og tækni til að eiga við hraunið komi …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár