Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur birtu í gær grein þar sem þeir settu fram tímalínu um atburðina í Grindavík. Samkvæmt þeirra greiningu mun jarðhræringunum nálægt Grindavík ljúka síðsumars á þessu ári.
Grímur segir þá alls ekki vera að spá því að svæðið á Reykjanesi í heild sinni sé að hætta. „Það er bara þessi tenging milli Svartsengis og Sundhnúks sem virðist vera að stífna. Það er að verða erfiðara fyrir kvikuna að finna sér stað þarna.“
Grímur var viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar í nýjasta þætti Pressu.
„Einhvern tíma lýkur þessu“
Grímur segir það ekki hans að meta hvort að Grindvíkingar geti flutt heim skyldi eldvirknin róast niður á svæðinu. „En mér finnst allt í lagi að menn fari að ræða það.“ Það sé á hröðu undanhaldi að fólk geti fengið yfir sig hraunskvettu. Enn fremur sé komin góð reynsla á varnargarða og tækni til að eiga við hraunið komi …
Athugasemdir (1)