Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grunnskólabörnin í 73 skólum í 27 sveitarfélögum

Nokk­ur hundruð börn voru fyr­ir rúm­um fjór­um mán­uð­um sam­an í ein­um skóla, Grunn­skóla Grinda­vík­ur. Í dag dreifast þau um allt land og hluti hóps­ins hef­ur þeg­ar skipt nokkr­um sinn­um um skóla.

Grunnskólabörnin í 73 skólum í 27 sveitarfélögum

Í nóvemberbyrjun voru grindvísk börn öll í sama skólanum, Grunnskóla Grindavíkur. Í dag dreifast þau á 73 skóla í 27 sveitarfélögum. Ákveðið var, skömmu eftir að hamfarirnar riðu yfir, að setja upp safnskóla á fjórum stöðum í Reykjavík þar sem nemendum bauðst að halda áfram námi með kennurunum sínum úr Grindavík, og gömlu bekkjarfélögunum. Safnskólarnir eru í Hvassaleitisskóla, Laugalækjarskóla, Ármúla og höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Fyrir áramót stunduðu 55 prósent nemenda úr Grindavík nám í þessum skólum. Eftir áramót hefur það hlutfall lækkað umtalsvert, og er nú í kringum 40 prósent. Skólaakstur hefur auk þess verið í boði frá Suðurnesjum, Selfossi og Mosfellsbæ. 

Í svari mennta- og barnamálaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að  um 225 nemendur séu nú í þessum safnskólum, 87 eru í skóla í Reykjanesbæ, 59 í öðrum skólum í Reykjavík, 28 í Kópavogi, 25 í Garðabæ, 25 í Sveitarfélaginu Árborg, 22 í Hafnarfirði, ellefu í Sveitarfélaginu Vogum, tíu í Suðurnesjabæ og tíu í Hveragerði. „Hins vegar dreifast nemendur á mun fleiri sveitarfélög og þá eru oft ekki fleiri en 2-4 nemendur í hverjum skóla.“

Framhaldsskólanemendur, sem eiga lögheimili í Grindavík, eru nú í 14 mismunandi skólum sem eru í níu sveitarfélögum og flestir eru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Leikskólabörn eru í 46 skólum sem eru í 16 sveitarfélögum. 

Í svari ráðuneytisins segir enn fremur að áhrif hamfaranna á líf grindvískra barna séu miklar, ófyrirséðar og koma fram í áskorunum er tengjast m.a. skóla- og frístundastarfi. „Mikil hreyfing er á fólki og stöðugt er unnið að því að kortleggja og meta stöðu barnanna. Allt þetta gerir það að verkum að skipulag skólahalds hefur reynst krefjandi verkefni en það hefur verið á könnu fræðslusviðs Grindavíkurbæjar en mennta- og barnamálaráðuneytið hefur lagt til sérfræðiráðgjöf, m.a. við greiningu og lausnaleit. Í öllum viðbrögðum sem gripið hefur verið til er áhersla á að hlúð sé að börnunum og velferð þeirra tryggð eftir bestu getu. Trygg skólaganga er eitt af lykilatriðum í viðbragðinu.“

Skólaskylda er á grunnskólastigi og heldur fræðslusvið Grindavíkurbæjar utan um skólasókn grindvískra grunnskólabarna. „Grindvíkingar hafa búið við ótrygga búsetu síðustu mánuði og hefur það óhjákvæmilega haft þau áhrif að ákveðinn hópur grindvískra barna hefur verið tilneyddur til þess að skipta nokkrum sinnum um skóla frá 10. nóvember en tölulegar upplýsingar um þetta hafa ekki verið teknar saman enn þá,“ segir í svari ráðuneytisins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár