Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
Logar Orkuver og vinsælasti ferðamannastaður landsins eru í skjóli nýbyggðra varnargarða frá eldgosinu sem staðið hefur yfir í Sundhnúkagígaröðinni í 20 daga. Þar eru þó fáir og engir ferðamenn í augnablikinu. Nokkru sunnar er heilt bæjarfélag, mannlaust að mestu. Mynd: Golli

Rúmlega 30 íbúðir eru enn í boði hjá hinum óhagnaðardrifnu leigufélögum Bríeti og Bjargi og dreifast þær um suðvesturhorn landsins. Jafnframt eru að jafnaði um 200 íbúðir í boði fyrir Grindvíkinga á Leigutorgi. „Þá er búist við því að stór hópur Grindvíkinga kjósi að selja íbúðarhús sín Þórkötlu, nýju fasteignafélagi á vegum ríkisins, og nýta eigið fé og húsnæðislán til að kaupa eða byggja annað heimili. Við það losnar frekar um húsnæði hjá Bríeti og Bjargi. Það þarf því að meta það sérstaklega hvort þörf er á frekari kaupum á húsnæði að svo komnu máli.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari innviðaráðuneytisins við fyrirspurn Heimildarinnar um húsnæðismál Grindvíkinga. Heimildin spurði sérstaklega út í það hvort ríkið væri að skoða kaup á einingahúsum fyrir Grindvíkinga, líkt og gert var fyrir Eyjamenn í kjölfar eldgossins í Heimaey fyrir hálfri …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu