Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Það er bara verið að græða á okkur“

Heim­ild­in fór á op­in hús í Njarð­vík og ræddi við Grind­vík­inga sem segja eng­an mögu­leika á að fá sam­bæri­leg­ar eign­ir og þeir eiga í heima­bæn­um. Að þeir séu að fara að skuld­setja sig meira. Tapa stór­fé. Og það er eng­in sér­stök til­hlökk­un eða gleði fólg­in í því að skoða fram­tíð­ar­heim­ili þeg­ar fólk neyð­ist til að flytja.

„Það er bara verið að græða á okkur“
Opið hús Arna og Elli hafa fylgst með fasteignamarkaðnum í einn og hálfan mánuð og segja verð á eignum hafa hækkað um milljónir. Mynd: Golli

Hið falska vor hefur staðið í nokkra daga. Snjórinn á undanhaldi og sólin að gera sitt gagn. En það vita allir að þetta er aðeins tímabundið. Að það vorar ekki snemma í mars á Íslandi. Enda er jökulkalt í skugganum. Og þegar næðingur bætist við fara tennurnar að glamra. 

Við þessar aðstæður eru grindvískar fjölskyldur að leita sér að framtíðarhúsnæði í Njarðvík. Heilsa hver annarri kumpánlega í opnum húsum. Skoða raðhús. Parhús. Íbúðir. Vita að ef þeim líst á einhverja eign er líklegt að vinir og nágrannar bjóði líka í hana. Og að verðið sé töluvert hærra en það hefði verið fyrir nokkrum vikum. Að þau séu að fara úr einbýli sem þau hafa nostrað við í minni eign með bogann spenntari en áður. „Það eru nú léleg skipti að fá raðhús í Njarðvíkum fyrir einbýlishúsið mitt, sko,“ segir karlmaður á sextugsaldri. Hann er nú, líkt og mörg önnur pör úr Grindavík, að skoða miklu minna raðhús sem kostar þó um það bil það sama og ríkið ætlar að bjóða honum fyrir húsið hans. Það er engin sérstök gleði í augum þeirra hjóna. Hvorki spenna né tilhlökkun. Það er sannarlega ekki þeirra val að flytja. Þetta er neyðarúrræði. 

Það sama má segja um Örnu og Ella, Erlend Sævarsson og Örnu Þórunni Björnsdóttur, sem eru að skoða aðra eign í Njarðvík. Íbúð með bílskúr. Þau eru meðal að minnsta kosti þriggja annarra grindvískra hjóna sem eru að skoða. Banka í veggi. Spyrja út í rafmagnið. Hvort þessi hillan eða hin sé veggföst. „Húsið okkar stendur stráheilt í Grindavík,“ segja þau á milli þess sem þau horfa rannsakandi í kringum sig í bílskúrnum. „En þar er ekkert rennandi vatn.“

Búa við hamarshögg

Arna: Við erum núna í leigu hjá Bríeti í fokhelda húsinu að Dalsbraut 1. Bjarg og Bríet keyptu allar íbúðirnar í þessu húsi.

Elli: Þeir eru nú langt komnir með það.

Arna: Við erum búin að búa við hamarshögg og borhljóð og vinnulyftur utan á húsinu í tvo mánuði.

Elli: Rosalegt ónæði.

Arna: Alla jafna væri ekki flutt inn í svona húsnæði. Þetta eru alveg fínar íbúðir, allt splunkunýtt. En við höfum þurft að flýja margsinnis út. Það er verið að bora í múr. Tíkin mín fékk málmflís upp í löppina um daginn. Þetta er ekki næs. Auðvitað eru allir að reyna sitt besta. Iðnaðarmennirnir eru bara að vinna sína vinnu. Og vinna langa vinnudaga og alla daga. 

Eruð þið ákveðin í að reyna að kaupa einhvers staðar hér?

Elli: Sko, helst vil ég ekki vera á þessu svæði. 

Arna: Við erum ekki alveg sammála um þetta. Sonur okkar er að klára Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor. Dóttir okkar býr hérna uppi á Ásbrú. Við vorum nýlega búin að hjálpa henni að festa sér litla skonsu. Foreldrar mínir eru heimilislausir líka. Dvelja nú í Keflavík. Bræður mínir búa hérna báðir. 

Elli: Ég er fæddur í Grindavík. Ég er orginal.

Arna: Ég flutti þarna fimm ára þannig að ég verð aldrei alveg orginal.

Þau horfa kankvís á hvort annað. Þetta er meira sagt í gríni en alvöru.

En samt.

Verðið rýkur upp

Eruð þið búin að vera að skoða fleiri eignir hérna? 

Arna: Já.

Og hvernig er markaðurinn, er hann ekki orðinn svolítið …

Arna: Það er bara verið að græða á okkur. Ég ætla ekki að orða það á neitt kurteisari hátt. Ég er búin að vera að skoða markvisst í einn og hálfan mánuð. Og það bara rýkur upp verðið. Sambærilegar eignir sem ég byrjaði að skoða hafa hækkað. Við erum alveg að tala um 5–10 milljónir. Fasteignasalar og aðrir eru búnir að tala þetta upp. Eftirspurnin er mikil og fólk vill fá sem mest fyrir eignirnar sínar. Eðlilega. En það á ekkert að hlífa okkur, sko. 

Eruð þið búin að ákveða að bjóða ríkinu húsið ykkar í Grindavík til kaups?

Arna: Já. Það er bara þannig.

Er þetta hús sem þið byggðuð?

Arna: Já. Árið 2005.

Þau verða bæði þögul um stund. 

Elli: Við stóðum af okkur hrunið. Vorum búin að borga allt niður. En núna þetta. 

Arna: Ég get ekki keypt sambærilega eign og þá sem við eigum í Grindavík. Hvergi. Ekki ef ég ætla að vera í svipaðri skuldastöðu og ég var. Við erum að fara úr húsi sem við skulduðum sautján milljónir í. Ef við ætluðum að ná sambærilegum lífsgæðum þá myndum við þurfa að skuldsetja okkur upp í 50 milljónir. Þannig að það eru allir að taka niður í lífsgæðum. 

Það sem fyllti mælinn

Arna: Við erum 54 ára og vorum farin að huga að því að minnka við okkur. En þetta er að gerast í raun og veru 2 til 3 árum of snemma. Og ekki á okkar forsendum. Pælingin var að minnka við sig og eignast kannski húsbíl eða pening til að geta farið til útlanda. 

Elli: Það hefur verið talað mikið um að búið sé að gera svo margt fyrir Grindvíkinga. Og það er rétt og maður er þakklátur fyrir það. 

Arna: Já. Margt gott búið að gera. En sá sem hefur ekki upplifað þetta skilur þetta ekki. Við höfum heyrt að við séum frek, að Grindvíkingar séu frekir. 

Elli: Já, sófasérfræðingarnir eru margir.

Arna: Það eru oft hversdagslegu hlutirnir sem fólk skilur ekki. Ég var ein í sumarbústað í Ölfusborgum í mánuð á meðan hann fór á sjó. Við vorum aðskilin. Við fengum þarna úthlutað hjá verkalýðsfélaginu og þáðum það, þorðum ekki öðru því við erum með hund. Það þýddi það að dóttir okkar þurfti að taka bróður sinn inn til sín. Svo hann gæti stundað skólann. Hún gekk úr rúmi fyrir hann og svaf í stofunni. Við fengum að vera frítt í Ölfusborgum. En ég borgaði örugglega 150 þúsund í akstur. Ríkið bætti það ekki. Þú ert að keyra fram og aftur og redda öllu. Við erum heppin, við erum bara búin að flytja þrisvar. 

Svo eru hlutir sem hljóma kannski asnalega. Meðan Grindavík var opin þá var ég að reyna að hitta börnin mín einu sinni í viku. Og við keyrðum, ég frá Hveragerði og þau héðan, og áttum deit heima í Grindavík og bökuðum smákökur. Því það voru allir sammála um að það kæmu ekki jól nema að það kæmu smákökur. Við hittumst þrisvar og hnoðuðum. Í síðasta skiptið fór ég ein, rétt áður en Elli átti að koma í land, og gerði sörur. 

Svo kom eldgos og allt lok, lok og læs. Og þá fór ég að gráta. Í fyrsta skipti eftir að þetta hófst allt saman. Eftir allan þennan akstur, eftir allt þetta sem ég var búin að leggja á mig. Þetta hljómar rosalega asnalega. Þetta eru smákökur! En þetta var bara það sem fyllti mælinn hjá mér.

Elli: Allar þessar hömlur. 

Sjógallinn í skúrnum

Arna: Það hefur verið komið illa fram við Grindvíkinga. Að mörgu leyti. Mjög tilviljanakenndar ákvarðanir. Og ósveigjanlegar. 

Elli: Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum að heimamenn hafi gagnrýnt Almannavarnir fyrir eitt og annað. Sófasérfræðingarnir hafa þá spurt hvernig við dirfumst að gagnrýna Almannavarnir. Þvílík frekja og yfirgangur, hafa þeir sagt. En við vitum alveg hvernig landið liggur þarna heima. Við vorum að leika okkur í þessum sprungum og gjótum þegar við vorum krakkar.

Hefði þurft að treysta dómgreind heimamanna meira?

Elli: Já, það hefur verið talað um samráð [við staðkunnuga] en það fór eitthvað lítið fyrir því.

Arna: Elli átti að fara á sjó. Við geymum alltaf sjógallann hans og vinnufötin inni í bílskúr heima. Því þau lykta. En þá kom eitt helvítis gosið. Og allt lok, lok og læs. Bara LOKAÐ. 

Elli: Á sama tíma voru fimmtíu píparar að störfum í Grindavík. 

Arna: Við spurðum hvort það væri sjens að láta sækja sjódótið fyrir okkur. Eða að við fengjum að fljóta með einum píparanum að sækja þetta. Svo hann kæmist á sjó. Í vinnuna. En svarið var bara: Nei. Enginn sveigjanleiki. 

Almannavarnir gengu í það að halda hita á húsunum þegar allt fór til fjandans. Við vorum því mjög fegin og þakklát. En núna vorum við að fá tvöfaldan hitareikning miðað við mánuðina á undan. Við erum búin að reyna að tala við hitaveituna og fáum svarið: Ja, þetta er bara samkvæmt mæli.

Elli: Þetta er hitavatnsneysla eins og það væru allir heima, potturinn alltaf í gangi og allar vélar. Alltaf verið að vaska upp.

Arna: Þetta skellur yfir mann í bylgjum. En við erum heppin miðað við mjög marga. Hann heldur sínu starfi á sjó. Það hafa margir misst vinnuna. Það eru alls konar aðstæður. 

Eruð þið búin að bjóða í einhverjar eignir?

Elli: Nei, ekki enn þá.

Arna: Við gátum ekkert gert. Fyrr en svarið [um uppkaupin] var komið. 

Elli: Það kannski breytist núna.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu